Fundur fólksins 2022: Græn umskipti loftslagsskúrksins – hlutverk byggingariðnaðar

17.09.22 | Viðburður
Axel Towers, København
Photographer
Diego Gennaro/Unsplash
Framtíð byggingariðnaðar verður að vera sjálfbær – en hvað ber framtíðin í skauti sér? Hvernig efni notum við og hvaða hlutverki gegnir arkitektúr í umskiptunum í átt að sjálfbærum byggingariðnaði?

Upplýsingar

Dates
17.09.2022
Time
14:00 - 14:40
Location

Fundur fólksins
The Nordic house
Reykjavik
Ísland

Type
Umræðufundur

Norden på Fundur fólksins 2022: The climate villain goes green: The role of the construction industry

The future of construction must be sustainable – but how will we build in the future? With what types of materials, and what is the role of architecture in the change towards sustainable construction of the future?

Athugið: Tímasetningar miðast við íslenskan tíma.

Brjótum niður hindranirnar sem standa í vegi fyrir sjálfbærum og loftslagsvænum mannvirkjum morgundagsins.

Aðkallandi verkefni í byggingariðnaði eru augljós: 40% af kolefnislosun á heimsvísu er af völdum manngerðs umhverfis. Nú þegar stefnt er að kolefnishlutleysi á heimsvísu þarf byggingariðnaðurinn að draga verulega úr losun af völdum nýbygginga, reksturs innviða og mannvirkja þrátt fyrir að spáð sé 42% vexti í atvinnugreininni fyrir árið 2030 vegna aukinnar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði. Góðu fréttirnar eru að margar lausnir eru þegar þekktar og það er hægt að gera eitthvað í málunum! 

Við ætlum að skoða hvernig við getum breytt umræðu, þekkingu og tæknilausnum í áþreifanlegar aðgerðir. Við ætlum að byggja á afrakstri hugmyndavinnu og ræða hindranir og tækifæri á Norðurlöndum til að stuðla að breyttri menningu og nauðsynlegri umbreytingu byggingariðnaðar í sjálfbæran hringrásariðnað fyrir kolefnishlutlaust velferðarsamfélag framtíðarinnar. 

Viðburðurinn er á vegum SUSTAINORDIC, sem er hluti af átaki Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæran norrænan byggingariðnað.

Pallborð:

  • Hulda Hallgrímsdóttir,
  • Verkefnastjóri Atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg
  • Arnhildur Pálmadóttir,
  • Arkitekt og eigandi SAP arkitekta
  • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteinn/BM Vallá

 

Ræðustjóri: Nikolaj Sveistrup