Fundur fólksins 2022: Í liði með náttúrunni: náttúrumiðaðar lausnir í þéttbýli

17.09.22 | Viðburður
alt=""
Photographer
Mads Jensen / Ritzau Scanpix
Hvernig getum við skapað borgarrými sem vinnur með náttúrunni en ekki á móti henni? Boðið verður upp á tvö erindi um blágrænar lausnir í borgarumhverfi og hringborðsumræður með fulltrúum frá Reykjavíkurborg, heilbrigðisgeiranum og frjálsum félagasamtökum.

Upplýsingar

Dates
17.09.2022
Time
13:00 - 13:40
Location

Fundur fólksins
The Nordic house
Reykjavik
Ísland

Type
Umræðufundur

How can we create urban spaces that work with nature instead of against it? The seminar provides two talks on blue-green solutions in urban settings, followed by a panel discussions with representatives from Reykjavík municipality, the health sector, and a self-initiated local NGO.

 

Athugið: Tímasetningar miðast við íslenskan tíma.

Það verður sífellt ljósara að náttúrumiðaðar lausnir eru lykilatriði í því að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Borgarumhverfi og innviðir borga eru viðkvæm fyrir öfgum í veðurfari, svo sem flóðum og fellibyljum.

Um leið hefur borgarumhverfi gjarnan neikvæð umhverfisáhrif sem sjá má til dæmis sjá á „hitaeyjum“ í borgum, aukinni mengun og tapi á líffræðilegum fjölbreytileika. Hvernig getum við dregið úr þessum neikvæðu áhrifum og skapað borgarrými sem vinnur með náttúrunni en ekki á móti henni?

Boðið verður upp á tvö erindi um blágrænar lausnir í borgarumhverfi og hringborðsumræður með fulltrúum frá Reykjavíkurborg, heilbrigðisgeiranum og frjálsum félagasamtökum.

Málþingið er haldið í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands og er hluti af viðburðaröðinni Í liði með náttúrunni: náttúrumiðaðar lausnir í þéttbýli.: Náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðara samhengi.

Í ár eru náttúrumiðaðar lausnir þemað í umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs og markmiðið með viðburðaröðinni er að varpa ljósi á náttúrumiðaðarr lausnar og innleiðingu þeirra á Norðurlöndum. 

Erindi:

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, Framkvæmdastjóri hjá Alta ráðgjöf
  • Hrund Ólöf Andradóttir, Prófessor í umhverfisverkfræði

Pallborð:

  • Björn Hauksson, fulltrúi Náttúruvina Reykjavíkur, ný hagsmunasamtök grænna svæða í Reykjavík
  • Marianne Jensdóttir Fjeld, verkefnastjóri vatnamála hjá Umhverfisstofnun
  • Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða  á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar

 

Ræðustjóri: Katrín Oddsdóttir