UPPFÆRSLA! Norrænum leiðtogafundi æskunnar um líffræðilega fjölbreytni frestað

28.03.20 | Viðburður
unga håller möte på Christiansborg
Photographer
Anna Rosenberg
Til að draga úr hættu á smiti á kórónaveirunni hefur verið ákveðið að fresta Norrænum leiðtogafundi æskunnar um líffræðilega fjölbreytni þar til síðar á árinu. Leiðtogafundurinn verður sem sagt ekki haldinn í Kaupmannahöfn 28.-29. mars 2020. En vegna þess að ekki hefur dregið úr mikilvægi þess að raddir ungs fólks heyrist í þeim alþjóðlegu viðræðum um líffræðilega fjölbreytni sem standa fyrir dyrum er nú verið að finna tíma til þess að halda fundinn síðar.

Upplýsingar

Dates
28 - 29.03.2020
Location

UN City
København
Danmörk

Ungt fólk frá Norðurlöndum situr við samningaborðið

2020 er árið sem lönd heimsins koma saman til að sameinast um ný sameiginleg markmið til þess að vernda náttúruna og stöðva eyðingu tegunda og vistkerfa.

Öll löndin 196 sem áður hafa undirritað heimsmarkmiðin um líffræðilega fjölbreytni koma saman í Kumning í Kína í október til þess að samþykkja ný markmið.

Sendinefnd ungs fólks úr norrænu samstarfi mun sitja við samningaborðið þar.

Vilt þú gera kröfur varðandi næsta lífsnauðsynlega alþjóðasamninginn?

Sendinefnd ungs fólks frá Norðurlöndum mun leggja fram kröfur sínar til nýja samningsins en nú er verið að móta þær á röð ungmennaráðstefna og málstofa. 

Ungt fólk hefur með stuðningi norræns samstarfs og norrænu ríkisstjórnanna skipulagt fundi í Kaupmannahöfn 9. janúar, í Helsinki og Þórshöfn 24. janúar, í Stokkhólmi 31. janúar og í Reykjavík 20. febrúar. Á fundunum hafa þau aukið þekkingu sína á líffræðilegri fjölbreytni og á því hvað er undir í viðræðunum sem eru framundan. 

Og hugmyndin var sú að ungt fólk frá öllum Norðurlöndunum léti ljós sitt skína í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn.

Ætlunin var að þau ræddu hvaða málefni skiptu mestu máli í alþjóðlegu viðræðunum sem standa fyrir dyrum og vinna að skilaboðum ungs fólks á Norðurlöndum.

Það kemur nýtt tækifæri!

Við gleðjumst yfir þeim mikla áhuga sem hefur verið sýndur leiðtogafundinum og líffræðilegri fjölbreytni - meira en 200 manns, ungt fólk frá öllum Norðurlöndunum, hefur skráð sig á fundinn sem átti að halda í Kaupmannahöfn 28.-29. mars.

Við verðum með upplýsingar og nýjar leiðbeiningar um skráningu og ferðir um leið og komin er ný dagsetning á fundinn.

Takk fyrir áhuga ykkar og þolinmæði!

SKRÁNING

Skráning: Hægt er að skrá sig á þessum hlekk: https://nmrnr.wufoo.com/forms/m6yu3vf1qveud8/

Þú færð svar þann 6. mars um hvort þú kemst að á leiðtogafundinum. 

Ferðir og ferðakostnaður: Þegar þú hefur sent skráningu færðu strax tölvupóst með leiðbeiningum um hvernig þú bókar ferðina og sækir um styrk fyrir ferðakostnaði. 

Þú þarft að bóka ferðina og sækja um styrk vegna ferðakostnaðar í síðasta lagi  1/3. Þú færð svar vegna styrkjar og farmiða 6/3. 

Þátttakendafjöldi: Allt að 300 þátttakendur frá öllum norrænu ríkjunum komast að og leitast verður við að sætum verði réttláttlega skipt milli þátttakenda frá öllum svæðum.

Skráðu þig eins fljótt og hægt er til að tryggja þér pláss!

Gisting: Hægt verður að gista í skóla í nágrenni miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn.

Dagskrá: Dagskrá leiðtogafundarins stendur frá hádegi til hádegis 28.-29. mars 2020. Leiðtogafundurinn er skipulagður af ungu fólki fyrir ungt fólk. Vinna við dagskrá fundarins stendur yfir og hana verður að finna á þessari síðu í byrjun mars.