Auglýst eftir tilboðum í verkefni um stjórntæki fyrir Líf-CCS (BECCS) á Norðurlöndum

19.03.20 | Fjármögnunarmöguleiki
Norræni vinnuhópurinn um umhverfis- og efnahagsmál (NME) sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina auglýsir hér með eftir tilboðum í verkefni um stjórntæki fyrir BECCS á Norðurlöndum. Tilboðsfrestur rennur út 22.4.2020.

Upplýsingar

Flokker
Kall eftir tillögum
Frestur
Wed, 22/04/2020 - 23:59
Fjármálarammi
400.000 DKK
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð

Bakgrunnur

Í yfirlýsingu norrænu forsætisráðherranna um loftslagsmál frá janúar 2019 kemur fram að yfirlýsingin skuli leiða til aukins metnaðar og aukins samstarfs á sviði loftslagsmála á Norðurlöndum. Í yfirlýsingunni kemur sérstaklega fram að Norðurlöndin ætli að forgangsraða þróun og notkun CCS-tækninnar með því að styðja við rannsóknir til þess að sigrast á þeim tæknilegu áskorunum sem fyrir hendi eru og vinna viðskiptahugmyndir til þess að innleiða CCS og þar með BECCS. BECCS er samheiti yfir mismunandi tækni sem notuð er til þess að vinna orku úr lífmassa og geyma það koldíoxíð sem verður til við vinnsluna (Global CCS institute, 2019).

Markmið með verkefninu og takmarkanir þess

Verkefnið skal lýsa þeim vanda á markaði sem hindrar þróun og innleiðingu BECCS ásamt því að greina ákjósanlegt stjórntæki til þess að komast yfir vandamálin, fyrst og fremst á norrænum vettvangi en einnig á vettvangi ESB. Greina skal markaðsmistök og aðrar hindranir sem þarf að komast yfir til þess að annars vegar þróa og hins vegar innleiða BECCS-tæknina, fyrst og fremst í norrænu ríkjunum. Hugsanleg markaðsmistök fela í sér; Jákvæð umhverfisleg ytri áhrif, Ytri áhrif vegna þekkingar eða tækni sem leiða til þess að markaðsaðilar leggja of lítið í tækniþróun miðað við óskir samfélagsins og Ytri áhrif vegna tengsla sem fela í sér að samfélagið hagnast meira á innleiðingu tækninnar en einkaaðilinn gerir.

Fyrir ríkið er tilgangur með því að komast fyrir vandamálin vegna allra tegunda markaðsmistaka. Þegar vandamálin eru greind skal ráðgjafinn greina ákjósanlegar stjórnundarleiðir og viðskiptahugmyndir sem styðja framþróun og innleiðingu BECCS.

Málefnin

Í verkefninu skal tekið á eftirfarandi málefnum:

 • Hvernig er staða tækniþróunar BECCS nú?

 • Hver eru vandamálin á markaði (markaðsmistök) og hvaða hindranir eru aðrar fyrir því að þróa og innleiða BECCS í norrænu ríkjunum?

 • Annast sömu aðilar mismunandi stig BECCS-virðiskeðjunnar?

 • Hvaða stjórntæki, ný eða aðferðir sem þegar eru fyrir hendi, geta verið hvati til þróunar og/eða innleiðingar á BECCS á vettvangi ESB og á norrænum vettvangi?

 • Hver eru tækifærin fyrir samstarf milli norrænu ríkjanna varðandi mismunandi þætti BECCS?

Afmörkun

Stjórntæki sem metin eru ákjósanleg fyrir ESB-vettvanginn eða þann norræna skulu metin út frá eftirfarandi þremur viðmiðum að minnsta kosti:

 • Skilvirkni til þess að ná tilteknu markmiði
 • Hagkvæmni
 • Framkvæmanleika/pólitískri viðurkenningu í norrænu ríkjunum

Verkefnið skal hefjast á greiningu vandamála sem bendir á eina eða fleiri ástæður fyrir því að tækniþróun og innleiðing BECCS gæti þurft hvata með markaðstengdum tækjum svo sem ESB ETS eða markvissri tækniaðstoð. Hér er verkefnið takmarkað við BECCS og tekur ekki til jarðefnakoltvísýrings CCS. Ráðgjafinn skal gæta að því að vandamál og stjórntæki til þess að komast yfir þau eru mismunandi milli norrænu ríkjanna. Rágjafin skal leggja til hvernig hægt er að stuðla að samlegð milli Norðurlandanna.

Fjárhagsáætlun

Fjárhagsrammi verkefnisins er 400.000 DKK (virðisaukaskattur (VAT) er innifalinn). Fjárhagsramminn tekur til eðlilegra útgjalda ráðgjafans við vinnu verkefnisins ásamt hugsanlegs ferðakostnaðar í tengslum við miðlun niðurstaðna þess.

Umsóknarfrestur

Tilboðið skal berast vinnuhópi Norrænu ráðherranefndarinnar, NME, í síðasta lagi 22.4.2020. Afhenda skal öll skjöl innan þessa tímafrests. Efni sem berst eftir þessa dagsetningu er ekki tekið til greina. Ákvörðun verður tekin í maí og verður öllum sem sent hafa tilboð greint frá ákvörðuninni. Nánari dagsetningar vegna stöðuskýrslu og lokaskýrslu verða ákveðnar í tengslum við samninginn.

Tilboð

Tilboð skal senda í tölvupósti til Lottu Eklund á einhverju norrænu málanna eða ensku og nota til þess verkefnalýsingu/umsóknareyðublað og tilheyrandi fjárhagsáætlun sem skylt er að nota.

Nánari upplýsingar:

Umsóknareyðublað má finna í skjalinu hér að neðan:

Hvatt er til þess að send séu frekari fylgiskjöl (að hámarki 10-15 síður á A4) með nánari lýsingum á þeim þáttum sem skoðaðir eru við matið. Ef sendar eru ferilskrár skulu þær sameinaðar í eitt skjal sem sent er sérstaklega.

Mat

Við mat á tilboðsgjöfum verður áhersla lögð á

 • Uppbyggingu og skipulag vinnunnar, þar með talið aðferðir og hvernig á að safna og vinna úr gögnum sem máli skipta
 • Tímaáætlun
 • Ábyrgðardreifing, tímarammi, almenn færni og hæfni þeirra sem eiga að stjórna og vinna verkið
 • Fyrri reynsla tilboðsgjafa á sviðinu
 • Tengslanet sem nýtt verða í verkefninu og geta til að skilja norrænu tungumálin
 • Kostnað við skipulagningu tíma, tímalaun og önnur útgjöld
 • Skipulag á miðlun niðurstaðna verkefnisins

NME mun velja verktakann út frá mati hópsins á tilboðum. NME áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Sjá fylgiskjalið „Utlysningstext_BECCS_LONG“ til að fá nánari upplýsingar um verkefnið og kröfur vegna fjármögnunar.

Tengiliður