Norræna stofnunin á Grænlandi: Áætlun um menningarstyrki

26.11.20 | Fjármögnunarmöguleiki
NAPA styður grænlenskt og norrænt menningarlíf gegnum tvær áætlanir: Ferðastyrkir og verkefnastyrkir. NAPA úthlutar um 3.000.000 danskra króna ár hvert til menningarverkefna. Áætlun NAPA um menningarstyrki styður menningarverkefni á Grænlandi og á Norðurlöndum þar sem sjónarmiðum heimskautasvæðanna er haldið á lofti. Sérstök áhersla er lögð á verkefni þar sem börn og ungmenni taka þátt og kraftar þeirra eru virkjaðir og verkefni þar sem sjónum er beint að sjálfbærni. Stuðningurinn miðar að því að greiða fyrir samstarfi og skiptum á Norðurlöndum - þ.e. verkefni þar sem unnið er þvert á Norðurlönd.

Upplýsingar

Flokker
Styrkir
Frestur
lau, 26/11/2022 - 14:00
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð

Við styðjum menningarleg verkefni og ferðalög sem:

  • Börn og ungmenni taka þátt í og kraftar þeirra eru virkjaðir
  • Eru sjálfbær út frá sjónarmiðum umhverfis, félagslegum þáttum og/eða eru samkeppnishæf
  • Styrkja sjónarmið heimskautasvæðanna um öll Norðurlönd

 

Áskilið er að umsækjandi um styrk sé búsettur á Norðurlöndum. 

Við styðjum ekki rekstur en hægt er að fá styrk vegna menningarstarfsemi sem þegar er til staðar. Í þeim tilvikum er áskilið að nýtt norrænt sjónarhorn/nýr norrænn samstarfsaðili komi til.

Við styrkjum fagfólk, áhugafólk og starfsemi sem er á mörkum þessa og hluti þess fjármagns sem er til úthlutunar rennur til verkefna á vegum stofnunarinnar sjálfrar. Í því sambandi höfum við alltaf áhuga á nýjum samstarfsaðilum og hugmyndum.

Norðurlöndin eru: Danmörk, Svíþjóð, Álandseyjar, Noregur, Finnland, Færeyjar, Ísland og Grænland. Auk þess styður NAPA verkefni í samstarfi við Eystrasaltsríkin og þar sem sjónum er beint að nágrönnum í vestri, Kanada og Alaska.

 

Hafa samband:

Nina Paninnguaq Skydsbjerg, NAPA