Styrkir 2022 – líffræðileg fjölbreytni og félagsleg sjálfbærni

07.04.21 | Fjármögnunarmöguleiki
Á hverju ári styrkir norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni, NBN, norræn samstarfsverkefni sem stuðla að því að stöðva tap á líffræðilegri fjölbreytni.

Upplýsingar

Flokker
Kall eftir tillögum
Frestur
fös, 04/06/2021 - 23:59
Fjármálarammi
3.500.000 DKK
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Finnland
Færeyjar
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð

Í samræmi við 5. kafla norrænu samstarfsáætlunarinnar um umhverfis- og loftslagsmál 2019–2024:

Forgangsröðun hvers árs mótar mat á því hvaða verkefni hljóta styrk. Árið 2022 hyggst NBM forgangsraða umsóknum um fjármagn til norrænna verkefna sem snerta líffræðilega fjölbreytni og loftslagsstarf og félagslega sjálfbærni. Umsóknir sem falla innan starfssviðs NBM en utan forgangsverkefna ársins koma einnig til greina.

Forgangsröðun ársins 2022 að stöðva tap á líffræðilegri fjölbreytni og félagsleg sjálfbærni

Forgangsröðun norræna vinnuhópsins um líffræðilega fjölbreytni, NBM, verður tvískipt á þessu ári og styrkjum verður meðal annars veitt til verkefna þar sem tekist er á við tap á líffræðilegri fjölbreytni og verðveislu hennar og verkefni þar sem unnið er með félagslega sjálfbærni.

Líffræðileg fjölbreytni:

Í framhaldi af Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2019-2024 hyggst NBM forgangsraða verkefnum þar sem meginmarkmiðið er skýrt um að stöðva tap á líffræðilegri fjölbreytni og bæta skilyrði líffræðilegrar fjölbreytni og/eða auka þekkingu á ógnum við líffræðilega fjölbreytni á Norðurlöndum, þar á meðal loftslagsbreytingum, sundrun og eyðingu búsvæða og áhrifum ágengra tegunda á upprunalegar tegundir og vistkerfi. NBM hyggst bæta þekkingargrunn á sviði neikvæðra áhrifa á líffræðilega fjölbreytni, þar með talið sameiginlegar norrænar áskoranir vegna vanda sem nær yfir landamæri, svo sem ágengar tegundir, sjúkdómar og umhverfisglæpir. Verkefnin geta einnig beinst að tegundum í útrýmingarhættu eða tegundum þar sem útbreiðsla er sérstök áskorun.

Verkefnin geta einnig beinst að tegundum sem eru með búsvæði þvert á landamæri og svipaðar aðgerðir geta bætt skilyrði líffræðilegrar fjölbreytni. Sérstaklega verður forgangsraðað verkefnum sem tengjast aðgerðum sem hafa mest heildaráhrif eða hafa mest áhrif á tegundir sem eru sérstaklega viðkvæmar í einu eða fleiri Norðurlandanna. Að auki verður tekið tillit til væntanlegra loftslagsáhrifa aðgerðanna í mati á verkefnunum.

Verkefnin ættu að skila annað hvort:

  • hagnýtri reynslu af þekktum aðferðum sem miðla má á Norðurlöndunum eða
  • nýrri þekkingu um tegundir, aðgerðir, búsvæði, nýtingu eða álagsþætti á líffræðilega fjölbreyttni á Norðurlöndum, þar með talið dreifingu á svæði.

Félagsleg sjálfbærni:

Heimsmarkmið SÞ endurspegla þrjár víddir sjálfbærrar þróunar; umhverfislega, félagslega og fjárhagslega sjálfbærni. Framlag til einnar víddar á ekki að vera á kostnað hinna tveggja. Við náum ekki fram sjálfbærri þróun án þess að tekið sé mið af öllum víddunum þremur og jafnvægi ríki milli þeirra.

Fram að þessu hefur ekki verið lögð áhersla á félagslega sjálfbærni í sama mæli og á umhverfislega og fjárhagslega í verkefnum NBM. Þess vegna þarf að beina athyglinni að félagslegri sjálfbærni til framtíðar á grundvelli framtíðarsýnar Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2030.

Framtíðarsýn fyrir árið 2030 hefur þrjár stoðir. Ein þeirra er félagsleg sjálfbærni. Félagslega sjálfbær Norðurlönd – Saman ætlum við að efla samfellt svæði án aðgreiningar þar sem jafnrétti ríkir og sem byggist á sameiginlegum gildum og enn öflugri menningarsamskiptum og velferð. Verkefni sem taka á félagslegri sjálfbærni geta beinst að því að skilgreina hvað felst í félagslegri sjálfbærni fyrir norræna umhverfisgeirann og þannig stuðlað að því að raungera framtíðarsýnina fyrir 2030. Í samstarfsáætluninni 2019-2024 er með óbeinum hætti tekið mið af félagslegri sjálfbærni bæði í kafla 2.3 Sjálfbærar borgir og í kafla 5.1 Sjálfbær notkun vistkerfisþjónustu og kafla 5.2 Verndun náttúru og varðveisla fjölbreytileika hennar.

Félagslega víddin í hugtakinu sjálfbærni tekur bæði til félagslegra og menningarlegra þátta. Verkefni sem skilgreina félagslega sjálfbærni og skýra innihald hennar stuðla að því að vekja athygli á þeirri vídd og koma á jafnvægi milli sjálfbærnivíddanna þriggja. Félagsleg sjálfbærni tekur til fleiri málefnasviða í umhverfisgeiranum, þar á meðal menningarumhverfis. Tækifæri menningarumhverfis/menningararfs til að ná fram félagslegri sjálfbærni liggja aðallega í gildi menningararfsins fyrir sjálfsmynd, samkennd, lífsgæði og góða heilsu fyrir alla. Útivist getur einnig átt þátt í þessu, sömuleiðis (borgar)náttúra, líffræðileg fjölbreytni og grænir innviðir.

Ennfremur þarf að skoða félagslega sjálfbærni nánar - Sjálfbærar borgir og nærsamfélög og möguleikann á að styðja við 3. heimsmarkmiðið - Heilsa og vellíðan. Nánara samstarf milli NBM og vinnuhópsins um sjálfbærar borgir um félagslega sjálfbærni.

Árið 2022 mun NBM leggja áherslu á að forgangsraða stuðningi við verkefni þar megináhersla er lögð á kynningu, til dæmis í formi vefnámskeiðs, hlaðvarps, greina, myndbanda og þess háttar.

Umsókn

Umsóknir skal senda til NBM@us.fo í síðasta lagi föstudaginn 4. júni 2021.

  • Látið undirritaða útgáfu af umsókninni á PDF-formi fylgja
  • Word-útgáfa af umsókninni

Í umsókninni skal aðeins vera sjálft umsóknareyðublaðið. Með því að senda inn umsókn samþykkir þú rafræna meðferð Umhvørvisstovunnar og Norrænu ráðherranefndarinnar á umsókninni og hugsanlegum persónuupplýsingum.

Hverjir geta sótt um?

Yfirvöld sveitarfélaga, svæða og ríkja, háskólar og rannsóknarstofnanir og önnur samtök sem ekki eru rekin í ábataskyni geta sótt um styrk. Atvinnufyrirtæki geta ekki verið aðalumsækjendur og viðtakendur styrkja en þau geta til dæmis verið þátttakendur í verkefnum, tekið þátt í verkefnahópi eða unnið verkefni á vegum þess sem fer með forræði verkefnisins.

Hvaða lönd geta tekið þátt?

Fulltrúar að minnsta kosti þriggja norrænna landa þurfa að standa að verkefninu eða tvö norræn lönd og þriðja landið. Önnur lönd geta einnig tekið þátt í verkefninu.

Stuðningur er aðgengilegur í eftirfarandi löndum: Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Álandseyjum

Hvaða áherslur eru lagðar í meðferð umsókna?

Þegar NBM tekur umsókn til meðferðar er lögð mikil áhersla á að verkefnið:

  • Hafi úthugsað skipulag
  • Sé vel tengt við stjórnsýslu umhverfis- og menningararfs í löndunum
  • Miðli því sem á sér stað í verkefninu og niðurstöðum þess með virkum og nýskapandi hætti
  • Sé tengt framlagi norrænu landanna til alþjóðlegra ferla

Verkefni til eins eða fleiri ára

NBM veitir aðeins styrki til eins árs í senn.

Styrkir eru veittir til margs konar verkefna – en ekki allra

Umsóknir um verkefnastyrki mega ekki snúast um stuðning við rannsóknir. Þessari gerð umsókna skal beina til deildar menntunar, rannsókna og vinnumarkaðar hjá Norrænu ráðherranefndinni eða senda beint til norrænu stofnunarinnar NordForsk eða Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar má fá með því að hafa samband við:

Lesið einnig viðmiðunareglur sem eiga við um stuðning frá samstarfi Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfis- og loftslagsmál.