Tilboð um styrki 2021 – líffræðileg fjölbreytni

17.03.20 | Fjármögnunarmöguleiki
Á hverju ári styrkir norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni, NBN, norræn samstarfsverkefni sem stuðla að því að stöðva missi á líffræðilegum fjölbreytileika.

Upplýsingar

Flokker
Kall eftir tillögum
Frestur
Wed, 03/06/2020 - 14:00
Fjármálarammi
3,5 milljónir
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Eistland
Færeyjar
Finnland
Grænland
Ísland
Lettland
Litháen
Noregur
Rússland
Svíþjóð

Samanber 5. kafla norrænu samstarfsáætlunarinnar um umhverfis- og loftslagsmál 2019–2024:

Forgangsröðun hvers árs mótar mat á því hvaða verkefni hljóta styrk. Árið 2021 hyggst NBM forgangsraða umsóknum um fjármagn til norrænna verkefna sem snerta líffræðilega fjölbreytni og loftslagsstarf. Umsóknir sem falla innan starfssviðs NBM en utan forgangsverkefna ársins geta einnig komið til greina.

Forgangsatriði árið 2021 líffræðileg fjölbreytni og loftslagsstarf

Verkefni sem hljóta styrk eiga að stuðla að því að ná markmiði kafla 5.3 Umhverfi og líffræðileg fjölbreytni í samstarfsáætluninni um umhverfis- og loftslagsmál.   

NBM mun árið 2021 meðal annars veita styrki til verkefna um líffræðilega fjölbreytni og loftslagsstarf. Verkefnin eiga að stuðla að því að tryggja að tekið sé tillit til líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfaþjónustu í loftslagsstarfinu.   

NBM forgangsraðar verkefnum sem skýra hvernig tillit til líffræðilegrar fjölbreytni í náttúru og landslagi er tryggt í tengslum við loftslagsaðlögunarverkefni og verkefni sem snúast um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 

Verkefni gæti til dæmis snúist um að þróa aðferð, leiðbeiningar og/eða þar væri safnað góðum dæmum og/eða reynslu í norrænum löndum um hvernig hægt sé að vinna loftslagaðgerðir og loftslagsaðlögunarverkefni og taka um leið tillit til náttúru, líffræðilegrar fjölbreytni, menningarlandslagt og menningarumhverfis.  

Verkefnin munu líka hafa þann tilgang að styðja viðbúnað og þekkingu viðeigandi stjórnvalda um hvernig aðlögun loftslagsaðlögunar og tillit til líffræðilegrar fjölbreytni er tryggð, þar á meðal aðgerðir sem snúast um að taka upp kolefni (carbon sinks) um leið og þær hafa jákvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni og landslagshagsmuni.

Hver getur sótt um

Yfirvöld sveitarfélaga, svæða og ríkja, háskólar og rannsóknarstofnanir og önnur samtök sem ekki eru rekin í ábataskyni geta sótt um styrk. Atvinnufyrirtæki geta ekki verið aðalumsækjendur og viðtakendur styrkja en þau geta til dæmis verið þátttakendur í verkefnum, tekið þátt í verkefnahópi eða unnið verkefni á vegum eiganda verkefnisins.

Hvaða lönd geta tekið þátt

Fulltrúar að minnsta kosti þriggja norrænna landa þurfa að standa að verkefninu. Eða tveggja norrænna landa ef þriðja landið er Eistland, Lettland, Litháen eða Rússland. Önnur lönd geta einnig tekið þátt í verkefninu.

Stuðningur er aðgengilegur í eftirfarandi löndum: Álandseyjar, Danmörk, Eistland, Finnland, Færeyjar, Grænland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur, Rússland, Svíþjóð.   

Hvaða áherslur eru lagðar í meðferð umsókna

Þegar NBM tekur umsókn til meðferðar er lögð mikil áhersla á að verkefnið:

  • Hafi úthugsað skipulag
  • Sé vel tengt við stjórnsýslu umhverfis- og menningararfs í löndunum
  • Miðli því sem á sér stað í verkefninu og niðurstöðum þess með virkum og nýskapandi hætti
  • Sé tengt framlagi norrænu landanna til alþjóðlegra ferla
Verkefni til eins eða fleiri ára

NBM veitir aðeins styrki til eins árs í senn.

Tengiliður