17 verkefni kynna Norðurlöndin um allan heim

24.10.19 | Fréttir
Crowd at concert
Photographer
Anthony Delanoix / Unsplash
Norrænt traust í Rússlandi, jafnrétti í Argentínu og Kína, norrænar kvikmyndir í Marokkó og norrænar rokkstjórnur í bandarískri eyðimörk. Þetta eru bara nokkur í röð verkefna sem hafa hlotið fjárhagslegan stuðning frá Norrænu ráðherranefndinni í þeim tilgangi að kynna sameiginleg norræn gildi um allan heim.

The Nordics - Traces of North, eða Norðurlönd - norræn ummerki, er verkefni sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Markmið þess er að nota mörg smá og stór verkefni, hugmyndir og hreyfingar til þess að kynna og sýna hvernig Norðurlöndin hafa markað spor í öðrum heimshlutum og spannar gildi gegnsæis, trausts, nýsköpunar, sjálfbærni og jafnréttis.

Verkefni af háum gæðaflokki

Ein aðgerð sem stuðlar að kynningu Norðurlandanna er stuðningur við verkefni sem á mismunandi hátt stuðla að því að byggja upp norræna ímynd annars staðar í heiminum. Þegar auglýst var eftir umsóknum vegna The Nordics – Traces of North á þessu ári bárust um 80 umsóknir. Sautján verkefni í fjórum heimsálfum hafa nú hlotið styrk.

„Það er afar ánægjulegt að sjá svona margt skapandi og metnaðarfullt fólk vinna að því að miðla norrænum gildum í öðrum löndum. Þessi sautján verkefni sem hlutu styrk eru af afar háum gæðaflokki,“ segir Tobias Grut, verkefnastjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni.

Það er afar ánægjulegt að sjá svona margt skapandi og metnaðarfullt fólk vinna að því að miðla norrænum gildum í öðrum löndum. Þessi sautján verkefni sem hlutu styrk eru af afar háum gæðaflokki

Tobias Grut, verkefnastjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni

Breidd

Engum getur blandast hugur um að breidd ríkir í innihaldi verkefnanna. Getur Rússland lært eitthvað af því trausti sem íbúar Norðurlanda bera til stjórnvalda sinna? Hvernig má nýta norræna reynslu á sviði jafnréttismála til að stuðla að sjálfbærni og nýsköpun í Brasilíu og Argentínu? Geta konur í Kína stuðlað að loftslagsaðgerðum og hamingju? Hvernig geta norrænar kvikmyndir miðlað norrænum gildum í Marokkó? Og hvað með hlaðvarpsþætti þar sem þekktir norrænir listamenn, hugsuðir, frumkvöðlar og stofnendur fyrirtækja tala um heimsmarkmiðin 17 í miðri bandarískri eyðimörk?

Eftirfarandi 17 verkefni hafa hlotið styrk:

Días Nórdicos, Rómanska Ameríka 2020, Rómanska Ameríka nóvember – desember 2020

Löng norræn vika í Rómönsku Ameríku með áherslu á jafnrétti, nýsköpun, sjálfbærni og forvitni, mikilvægi lítilla samtaka, samstarfsvilja og norræna líkanið almennt. Þetta er meginefni hinna fyrirhuguðu Días Nórdicos 2020 í Buenos Aires, Argentínu og Sao Paulo, Brasilíu, þar sem norrænar frásagnir verða notaðar meira en nokkru sinni og reynsla kvenna og skoðanir verða í öndvegi.

Eat Nordic, Ítalía, nóvember – desember 2019

Í nóvember 2019 mun Visit Denmark og Innovation Norway í samstarfi við norræn matvælafyrirtæki og La Cucina Italiana kynna verkefnið Eat Nordic sem hefur að markmiði að auka veg norrænnar matarmenningar, gilda hennar, afurða og tengsla við Norðurlönd.

Festival of Cool: The Arctic, Toronto, desember 2019

Festival of Cool verður haldið í annað sinn í Harbour Front Centre í Toronto og þar verða kynntir listamenn og hugmyndir frá norðurslóðum gegnum samtímatónlist, kvikmyndir, sjónlistir, matargerðarlist, og frásagnir. Í samræmi við yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna 2019 er ár frumbyggjamála og mun hátíðin beina sjónum að listamönnum sem stuðla að varðveislu og vexti frumbyggjamála gegnum list sína.

Future Talks – Nordic voices, Kína, apríl – maí 2020

Sendiráð norrænu ríkjanna í Beijing hafa sameinað krafta sína og standa fyrir þriggja daga þingi þar sem verða erindi, pallborðumræður, streymi og umræðufundir undir heitinu Future Talks – Nordic Voices – Dialogue Matters. Þarna verður a sérstök áhersla á konur sem hvetja til sjálfbærni, loftslagsstarfs, hamingju og til þess að draga úr matarsóun.

New Nordic Solutions, Evrópa, október 2019 – janúar 2021

Hvernig og hvers vegna þitt þitt ríki hefur hag af því að gera nýsköpunarvog fyrir opinberar stofnanir

Nordic Dialogues, Indland, desember 2019 – mars 2020

Þetta verkefni býr til samstarfsvettvang fyrir norræna ímynd á Indlandi með sammenningarlegri samræðu þar sem listir og bókmenntir eru notaðar sem farartæki í þvermenningarlegri þátttöku í tengslum við heimsmarkmið SÞ. Með því að vinna með verkfæri sem byggja á norrænum gildum stuðlar þetta verkefni með virkum hætti að skapandi hugsun og lausnum, sem byggja á grasrót, við áskorunum sem tengjast trausti, jafnrétti og sjálfbærni á áberandi menningarviðburðum á Indlandi.

Nordic Film Weeks í Marokkó, nóvember og desember 2019

The Nordic Film Weeks (NFW) í Marokkó er samstarfsverkefni milli sendiráða Norðurlandanna og aðila á svæðinu. Markmið verkefnisins er að nota kvikmyndir til þess að miðla norrænni menningu til marokkóskra áhorfenda, og stuðla lifandi umræðu um tiltekin málefni sem endurspegla norrænu ríkin, samfélög þeirra, gildi og menningu.

Nordic Jazz Harvest, Buenos Aires, desember 2019

BLACKFOREST í Buenos Aires hófst árið 2019 og er ný gerð viðburðar sem felst í að hlusta á djass af vínilplötum sem leiknar eru af hágæða hljómflutningstækjum á miklum styrk. Þessi aðferð reyndist afar vinsæl og BLACKFOREST er nú orðið að föstum vettvangi þar sem hægt er að taka næstu skref að því að tengja norrænan djass við djassinn í Buenos Aires og Rómönsku Ameríku. BLACKFOREST mun kynna fyrstu útgáfu Nordic Jazz Harvest helgi með norrænum djass í Buenos Aires 5.-7. desember 2019.

NORDIC LIGHTS, Edinborg, nóvember 2019 – september 2020

Megintilgangur verkefnisins er að búa til norræna sagnagerð og frásagnir þar sem áhersla er lögð á gildi svo sem samstarf, sköpun og samtal á Edinborgarhátíðinni og Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Edinborg.

NORDtalks 2.0, Kórea, október 2020

Eftirspurn eftir norrænum hugmyndum og norræna líkaninu er að vakna í Kóreu. Hinu afar velheppnaða NORDtalks sem ýtt var úr vör 2019 verður þess vegna fram haldið. NORDtalks hefur notið mikilla vinsælda á netinu, fengið umfjöllun fjölmiðla og leitt af sér fjölþjóðlegt samstarf svo sem við borgaryfirvöld í Seoul, norræn fyrirtæki í Kóreu og mörg kóresk einkafyrirtæki og opinberar stofnanir.

Nordic Talks 17, Los Angeles, nóvember 2019 – mars 2021

NordicLA mun standa að 17 umræðufundum með eftirtektarverðum hugsuðum, frumkvöðlum, listamönnum og höfundum þar sem miðlað verður sögum, samfélaginu veittar upplýsingar og innblástur og varpað ljósi á hin 17 heimsmarkmið SÞ. Hægt verður að fylgjast með Nordic Talks 17 á staðnum en einnig verður efninu miðlað gegnum margmiðlun, meðal annars í kvikmynd og hlaðvarpsútgáfu.

Nordic Talks í Berkeley-háskóla, janúar – september 2020

Nordic Talks í Berkeley er fyrirlestraröð með virtum fyrirlesurum við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Efni fyrirlestranna tengist stoðum norrænna gilda, þ.e. gegnsæi, trausti, nýsköpun, sjálfbærni og mannúð. Hver hinna norrænu fyrirlestra mun skila niðurstöðu sem felur í sér óskaaðgerð undir norrænum áhrifum sem mætti gera tilraun með í Kaliforníuríki.

PN,. Buenos Aires, október 2019 – september 2020

PN1 er fyrsta meiriháttar hönnunarsamstarfið milli Norðurlandanna og Argentínu á þessari öld. Markmið PN1 erfara með fimm unga norræna hönnuði til menningarlegrar háborgar Suður Ameríku, Buenos Aires, til að vinna með skapandi hönnuðum af hinum ört stækkandi hönnunarvettvangi borgarinnar. Útkoman verður fimm hönnunargripir, sem skapaðir hafa verið af norrænum og argentínskum hönnuðum og handverksfólki. Gripirnir verða sýndir í Buenos Aires, Reykjavík og Mílanó, auk þess sem gefin verður út sýningarskrá og efnt til opinberra viðburða.

Sexess, janúar 2020 – október 2020

Staðalímyndir, fjölmiðlar, stefnumótasíður og klámiðnaðurinn hafa haft áhrif á ungt fólk og valdið óheilbrigðum viðhorfum til kynlífs og kynhneigðar. Þetta veldur vanda bæði fyrir líðan ungs fólks og vegna markmiðsins um jafnrétti kynjanna í samfélaginu. Í þessu verkefni verður lögð áhersla á aðra þætti kynheilsu, svo sem kynvitund, jákvætt viðhorf til líkamans og skynjun á samþykki og samskipti við kynlífsfélaga. Verkefnið er samstarf milli ungmennahreyfinga í norrænu ríkjunum og Austur-Evrópu.

The Nordic Children's Book Flood, Lettland, febrúar 2020 – mars 2021

Markmið verkefnisins er að kynna sígildar og samtíma barnabókmennir í Eistlandi, Lettlandi og Litháen og bera þær saman við barnabókmenntir þeirra landa. Í verkefninu verða notaðar gagnvirkar aðferðir sem virkja börn og unga lesendur, ásamt fagfólk úr bókaútgáfu, menntunargeiranum og af bókasöfnum allra Eystrasaltsríkjanna þriggja.

‘Traces of North’: Nordic Film Programme á Victoria Film Festival, febrúar 2020

Herferð á samfélagsmiðlum og viðburðir með spjalli sem tengist sjö nýjum kvikmyndum frá sjálfstæðu norrænu kvikmyndagerðarfólki og sýndar verða á 26. árlegu kvikmyndahátíðinni í Victoriu í British Columbia í Kanada.

TRUST – The Basis for Wealth and Happiness of the Nordics, Pétursborg, nóvember 2019 – júní 2020

TRUST (ДОВЕРИЕ á rússnesku, TILLID á dönsku), traust á ríkisstofnunum, stjórnvöldum, réttarkerfinu og borgaralegu samfélagi almennt fer því miður minnkandi í Rússlandi. Þess vegna er gagnkvæmt traust milli ríkis/samfélags og borgaranna öflug leið til þess að miðla áhrifum og innblæstri milli Norðurlanda og Rússlands. Í verkefninu er lögð áhersla á traust, TRUST, sem menningarlegt og mikilvægt félagslegt gildi íbúa norrænu ríkjanna.