Auglýsing: Við erum öll 2030 kynslóðin

09.09.18 | Fjármögnunarmöguleiki
Norræna ráðherranefndin auglýsir nú eftir áhugaverðum tillögum að hugmyndastarfi meðal ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára um áskoranir og lausnir Norðurlanda vegna Dagskrár 2030 og heimsmarkmiðanna 17 um sjálfbæra þróun.

Upplýsingar

Flokker
Kall eftir tillögum
Frestur
Fim, 15/11/2018 - 23:59
Fjármálarammi
Á bilinu 200.000 til 500.000 danskar krónur.

Markmiðið með hugmyndastarfinu á að vera að skapa umræðu og þátttöku í Dagskrá 2030 á Norðurlöndum og er sjónum sérstaklega beint að 12. markmiðinu. Sjálfbær neysla og framleiðsla. Umsóknir þurfa að vera í samræmi við uppgefin fyrirmæli og þeim þarf að skila fyrir 15. nóvember.

2030 kynslóðin

2030 kynslóðin er norrænt verkefni sem snýr að innleiðingu Dagskrár 2030 og heimsmarkmiðanna 17 um sjálfbæra þróun á Norðurlöndum. Í verkefninu er, eins og nafnið gefur til kynna, lögð rík áhersla á að virkja börn og ungmenni í norrænar aðgerðir sem snúa að því að ná heimsmarkmiðunum. Í verkefninu er sérstök áhersla lögð á sjálfbæra neyslu og framleiðslu sem er meðal þeirra sviða þar sem áskoranir Norðurlanda eru hvað stærstar þegar kemur að því að ná markmiðunum 17 um sjálfbæra þróun. 

Nánari upplýsingar um áskoranir Norðurlandanna varðandi innleiðingu Dagskrár 2030:

Um hugmyndastarfið

Samskipti eru lykilþáttur í 2030 kynslóðinni, norrænu verkefni sem snýr að innleiðingu Dagskrár 2030 á Norðurlöndum, vegna þess að metnaður stendur til þess að skapa þekkingu á Dagskrá 2030 og umræður um hvernig ná megi heimsmarkmiðunum 17 um sjálfbæra þróun. 

Markmiðið með upplýsingastarfinu sem lýst er eftir er að skapa umræður og þátttöku varðandi áskoranir sem tengjast innleiðingu Dagskrár 2030 og 12. markmiðinu: Sjálfbær neysla og framleiðsla. Gerð er grein fyrir þessum áskorunum í nýútkominni greiningu Norrænu ráðherranefndarinnar sem nefnist Nordic Progress towards SDG12. Sjálfbær neysla og framleiðsla felur í sér góða nýtingu á náttúruauðlindum, tillit til nauðsynlegrar vistkerfaþjónustu og minnkandi áhrif hættulegra efna. Þetta felur ekki aðeins í sér að taka skuli tillit til umhverfislegrar og fjárhagslegrar sjálfbærni heldur einnig félagslegra hliða neyslu og framleiðslu, til dæmis jafnréttis og vinnuaðstæðna í hnattrænum virðiskeðjum.

Hugmyndastarfið sem lýst er eftir getur til dæmis beinst að sjálfbæru líferni, meðal annars hvert framlag einstaklingsins getur verið til sjálfbærrar neyslu og framleiðslu, eða einhverju öðru.

Hugmyndastarfið getur tekið á sig margar og mismunandi myndir, hægt er að setja upp herferð, sýningu, viðburð eða hátið eða gera eitthvað allt annað.

Hvaða kröfur eru gerðar til verkefnisins?

Þegar umsóknir verða metnar eru eftirfarandi þættir hafðir til viðmiðunar:

- Samtök ungs fólks eða tengslanet ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára skal standa að verkefninu.

- Verkefnið skal ná til að minnsta kosti þriggja Norðurlanda (þ.e. Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Íslands, Álandseyja, Grænlands og Færeyja). Þó má Eystrasaltsríki eða Norðvestur- Rússland taka þátt í verkefninu í stað eins norræns ríkis.

- Markmið verkefnisins skal vera að auka þekkingu og umræðu um starf Norðurlandanna í þágu Dagskrár 2030 en sérstök áhersla skal vera á 12. markmiðið: Sjálfbær neysla og framleiðsla.

- Í verkefninu skal skilgreina markhóp fyrir hugmyndastarfið og skýr samskiptaáætlun skal vera útfærð. Verkefnið skal unnið af ungu fólki en markhópur þess þarf ekki að einskorðast við ungt fólk. Það getur jafnvel beinst að fullorðnum eða eldra fólki, allt eftir því um hvers konar verkefni ræðir.

Verkefnið má ekki fela í sér mismunun á hópum eða einstaklingum og það verður að byggja á jafnréttissjónarmiðum.

- Verkefnið skal vera með sundurliðaða kostnaðaráætlun. Hægt er að sækja um styrk sem nemur á bilinu 200.000 til 500.000 danskra króna. Auk upphæðarinnar sem sótt er um skal liggja fyrir að minnsta kosti 15% fjármögnun.

Athugið! Ekki er víst að verkefnið hljóti styrk þótt það uppfylli öll ofannefnd skilyrði. Við val á verkefnum forgangsraðar skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar út frá ofannefndum skilyrðum ásamt mati á gæðum verkefnalýsingar, samskiptaáætlun þess og því hversu aðgengilegt það er í vinnslu. Auk þess er athygli umsækjenda vakin á því að áður en verkefninu er ýtt úr vör verður að að gera verkefnaáætlun og samning í samræmi við viðmiðunarreglur Norrænu ráðherranefndarinnar.

Hver getur sótt um?

- Samtök ungs fólks eða tengslanet ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára skal standa að verkefninu. Ekki er tekið við umsóknum frá einstaklingum.

- Auk þess skal verkefnið ná til að minnsta kosti þriggja Norðurlanda (þ.e. Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Íslands, Álandseyja, Grænlands og Færeyja). Þó má Eystrasaltsríki eða Norðvestur- Rússland taka þátt í verkefninu í stað eins norræns ríkis.

Ungmennahreyfingar geta sótt um styrk til verkefna sem unnin eru í samstarfi við aðra aðila ef þær telja að samstarfið styrki hugmyndastarfið.

Hver er fjárhagsáætlunin?

Hægt er að sækja um styrk sem nemur á bilinu 200.000 til 500.000 danskra króna. Auk upphæðarinnar sem sótt er um skal liggja fyrir að minnsta kosti 15% fjármögnun. Þessi fjármögnun þarf ekki að felast í beinu fjárframlagi heldur getur hún verið svokölluð „in-kind-fjármögnun“. Slík fjármögnun felst í framlagi á þjónustu eða vörum í stað peninga. Til dæmis liggur beint við að reikna vinnuframlag með þessum hætti inn í fjárhagsáætlunina. Útreikningana þarf að sundurliða í fjárhagsáætlun umsóknarinnar. Upphæð umsóknar getur þannig ekki verið hærri en sem nemur 85% af heildarkostnaði við verkefnið.

Að þessu sinni er ein milljón danskra króna til úthlutunar.

Hvenær á að vinna verkefnið?

Verkefnið skal hefjast 1. janúar 2019 og því skal vera lokið í síðasta lagi 31. desember 2019.

Svona er sótt um

Umsóknartímabilið er frá 11. september til 15. nóvember 2018.

Hvatt er til þess að upplýsingar varðandi umsóknir séu lesnar af kostgæfni. Unnið verður úr umsóknum á grundvelli uppgefinna krafna til verkefnisins.

Sækið umsóknareyðublöð – verkefnalýsingu og eyðublað vegna fjárhagsáætlunar – gegnum krækjurnar hér að neðan. Fyllið út verkefnalýsingu og fjárhagsáætlun. Sérstakar leiðbeiningar um þetta fylgja með.

Sótt er um með því að fylla út umsókn og senda hana í tölvupósti til Fanny Rehula í síðasta lagi 18. nóvember 2018.

Athugið! Fylgja þarf uppgefnum kröfum verkefnisins og fylla út verkefnalýsingu og fjárhagsáætlun til þess að umsókn sé tekin til meðferðar. Haft verður samband við umsækjendur sem uppfylla kröfurnar í desember 2018.

Dæmi sem veitt getur innblástur

#TASTEOFWASTE

Verkefni sem tekur á óþarfri matarsóun og hvetur til sjálfbærs lífernis. Verkefnið fólst í herferð og áskorunum á samfélagsmiðlum.

ASAP – A Sustainability Accelerator Project 

Hreyfiafl til sjálfbærni sem veitir ungu fólki tækifæri til þess að verða framtíðarleiðtogar í sjálfbærni.

Tengiliður