Auglýst eftir samstarfsverkefnum 2020-2021 milli Québec og Norðurlanda á sviði menningar, félagsmála, rannsókna og nýsköpunar

30.09.19 | Fjármögnunarmöguleiki
Stjórnvöld í Québec og Norræna ráðherranefndin bjóða þér að senda inn umsókn um fjárhagsstuðning til þess að vinna samstarfsverkefni milli Québec og Norðurlanda á sviði menningar, félagsmála, rannsókna og nýsköpunar.

Upplýsingar

Flokker
Kall eftir tillögum
Frestur
Mon, 25/11/2019 - 23:59
Lönd
Álandseyjar
Færeyjar
Danmörk
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Kanada
Svíþjóð

Með sameiginlegri auglýsingu aðila eftir styrkumsóknum er leitast við að:

  • Stuðla að sjálfbærri þróun hvors samfélags um sig með hliðsjón af menningarlegum, félagslegum, efnahagslegum, umhverfislegum og/eða svæðisbundnum þáttum verkefnanna; 
  • Hvetja til samskipta milli svæðanna tveggja með því að auka þekkingu á menningarhlutverki þeirra stofnana sem við á;
  • Stuðla að samstarfi um sköpun og miðlun á listaverkum og menningarafurðum, til dæmis með skiptiáætlunum sem ná til listamanna, stjórnendur og höfunda, standa fyrir opinberum viðburðum og þróa samstarf menningarstofnana frá báðum aðilum; 
  • Greiða fyrir betri gagnkvæmum skilningi með því að styrkja samstarfsnet og miðla sérþekkingu;
  • Stuðla að samstarfi milli vísindafólks á tilteknum sviðum sem skipta máli fyrir báða aðila.

Nánari upplýsingar varðandi auglýsinguna 2020

Ákveðið hefur verið að forgangsraða menningu, félagsmálum, rannsóknum og nýsköpun. Verkefni með þátttöku fólks á aldrinum 25 til 35 ára munu hljóta sérstaka athygli. Markmiðið er að greiða fyrir auknu samstarfi til lengri tíma litið. Verkefnin geta verið til eins eða tveggja ára. Bent er á að fjármögnun verður ekki endurnýjuð sjálfkrafa fyrir seinna ár verkefnis. Hún verður veitt á grundvelli jákvæðs mats nefndarinnar (þróun verkefnis, nýting fjármagns sem þegar hefur verið úthlutað, fjárhagsáætlun fyrir seinna árið) og háð heildarfjárhag styrkja. Senda verður inn skýrslu fyrir 28. febrúar 2020.  

Nánari upplýsingar

Í samræmi við sameiginlega yfirlýsingu Norrænu ráðherranefndarinnar og stjórnvalda í Québec um samstarf um norræna sjálfbæra þróun sem var undirrituð 1. febrúar 2013 og viljayfirlýsingu Norrænu ráðherranefndarinnar og stjórnvalda í Québec sem var undirrituð 27. febrúar 2015, en án takmarkana af þessu, auglýsa Norræna ráðherranefndin og stjórnvöld í Québec sameiginlega eftir umsóknum á sviði menningar, félagsmála, rannsókna og nýsköpunar.

Norræna ráðherranefndin og stjórnvöld í Québec, hér eftir nefnd aðilar, hafa átt náið samstarf og samræður með það að markmiði að þróa samstarf, síðan viljayfirlýsingin var samþykkt árið 2015.

Áherslumál

Athugið að auglýsingarnar standa öllum geirum menningar, félagsmála, rannsóknar og nýsköpunar opnar.

Menning

Megináhersla er lögð á eftirfarandi svið:

• Þróun stafrænnar menningar

• Sviðslistir (dans, tónlist, sirkus o.fl.)

• Kvikmyndir

• Bókmenntir og útgáfa

• Sjónlistir og stafræn list

Félagsmál

Megináhersla er lögð á eftirfarandi svið:

• Heilsa

• Menntun

• Jafnrétti kynjanna

• Æskulýðsmál

Rannsóknir og nýsköpun

Megináhersla er lögð á eftirfarandi svið:

• Stafræn nýsköpun

• Sjálfbærar lausnir fyrir borgir og samgöngur

• Lífvísindi

• Nýsköpunarframleiðsla

Styrkir vegna rannsóknarferða

Með það að markmiði að hvetja til nýrra samskipta og nýs samstarfs milli Québec og Norðurlandanna vilja aðilarnir tveir veita styrki fyrir ferðakostnaði vegna rannsóknarferða á sviði menningar, félagsmála, rannsókna og nýsköpunar. Til þess að samstarfsaðilar frá Québec og Norðurlöndunum séu styrkhæfir vegna þessa verður rannsóknarferðin að:

• Ná til eins aðila frá Québec eða eins aðila frá einhverju Norðurlandanna;

• Stuðla að miðlungs löngum og langvarandi samskiptum milli Québec og Norðurlandanna;

• Stuðla að því að aðilar komi á fót nýju samstarfi, þrói ný sambönd eða styrki samstarfsnet á sviði menningar, félagsmála og rannsókna og nýsköpunar;

• Hvetja til þess að þróuð verði sérþekking;

• Hefjast 1. apríl 2020;

• Fylla út umsóknareyðublað og senda fyrir lokafrestinn 25. nóvember 2019.  

Styrkjum vegna rannsóknarferða er ætlað að veita fjárhagsstuðning sem nemur að hámarki 2.500 Kanadollurum eða 12.500 dönskum krónum. Þessa fjárhæð á að nota til þess að kaupa flugmiða fram og tilbaka á almennu farrými, gistingu, máltíðir og greiða ferðakostnað á áfangastað.

Hæfniviðmið og tímarammi verkefna

Verkefni verða valin á grundvelli gæðamats og með hliðsjón af þeim viðmiðum sem talin eru upp hér að neðan.

Verkefnin verða að:

• Vera með þátttakendur frá að minnsta kosti tveimur stofnunum og/eða hagmunaaðilum frá einu Norðurlandanna (Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og/eða Álandseyjum) og einn aðila frá Québéc;

• Vera unnin í sameiningu í samræmi við meginregluna um gagnkvæma og sameiginlega ábyrgð, bæði með tillit til fjárhags og árangurs;

•Stuðla að samskiptum og samstarfi til lengri tíma milli Québec og Norðurlandanna;

• Leiða til áþreifanlegs árangurs fyrir Québec og Norðurlöndin;

• Leiða til þess að komið verði á fót ; samstarfsnetum;

• Hvetja til þess að þróuð verði sérþekking;

• Hefjast í fyrsta lagi 1. apríl 2019

• Senda skal inn fullfrágengna umsókn

Leiðbeiningar varðandi styrkhæfan kostnað

Samstarfsverkefnin mega ekki koma í stað stuðnings sem þegar er veittur af öðrum fjármögnunaraðilum. Athugið að árlegur fjárhagsstuðningur fer aldrei yfir 10.000 Kanadadollara frá stjórnvöldum í Québec og 50.000 danskar krónur frá Norrænu ráðherranefndinni. Eins árs verkefni verða einnig tekin til meðferðar.  Stjórnvöld í Québec og Norðurlandaráð hafa hvor aðili um sig úthlutað annars vegar 55.000 Kanadadollurum og hins vegar 300.000 dönskum krónum til þess að styðja samstarfsverkefnin. 

Athugið að stofnanir eða samtök sem heyra undir ráðuneyti í Québec og ríkisfyrirtæki í Québec geta sótt um styrk með ábyrgð Ministère des Relations internationales et de la Francophonie. Samt sem áður er ekki hægt að nota úthlutað fjármagn til þess að standa straum af kostnaði vegna slíkra stofnana og starfsmanna þeirra. Fjármagnið má aðeins nýta til að standa straum af kostnaði vegna utanaðkomandi samstarfsaðila frá Québec.

Hægt er að sækja styrk um vegna eftirfarandi kostnaðar:

• Ferðakostnaður vegna ferða fram og tilbaka milli Québec og Norðurlandanna;

• Dagpeningar;

• Kostnaður vegna útgáfu, kynninga og upplýsingamiðlunar í tengslum við verkefni;

• Kostnaður sem tengist samstarfi;

• Annar kostnaður sem tengist opnum viðburði (leiga á stað, flutningskostnaður o.fl.).                                                                                   

Ekki er hægt að sækja um styrk vegna eftirfarandi kostnaðar:

• Útgjöld vegna rekstrarkostnaðar stofnunar og launakostnaðar;

• Útgjöld sem þegar er greiddur með fjárhagsstuðningi frá annarri fjármögnunaráætlun;

• Laun listamanna.

Fjármögnunaraðferð:

Fjármögnunaraðferðin í samstarfi Québec og Norrænu ráðherranefndarinnar er á þann veg að hvor aðili ber ábyrgð á öllum útgjöldum sínum erlendis. Fjármagn Québec kemur frá Québec ministère des Relations internationales et de la Francophonie (MRIF) og ministère de la Culture et des Communications. Fjármagn Norðurlandanna kemur frá Norrænu ráðherranefndinni í samræmi við almenna skilmála hennar.

Matsviðmið verkefna

• Samræmi milli verkefnis og markmiða sem fram koma í auglýsingu eftir samstarfsverkefnum;

• Verkefnið sé nýskapandi;

• Nýju samstarfi sé komið á fót;

• Markmið séu skýr;

• Tímarammi og verkáætlun séu framkvæmanleg;

• Áætlaður árangur og niðurstöður feli í sér framlag til þróunar geirans;

• Nákvæmni í fyrirkomulagi fjármála og fjölbreytt fjármögnun;

• Jafnvægi milli markmiða og áætlaðra niðurstaðna með hliðsjón af starfsáætlun og fjármögnun.

Hvernig senda skal umsókn

Samstarfsaðilar frá Québec og Norðurlöndunum skulu hvor um sig fylla út viðeigandi rafræna umsókn (ekki verður tekið við umsóknum á öðru formi):

Fyrir Québec:

  • Samstarf við Norrænu ráðherranefndina: Appels à projets
  • Umsóknareyðublað vegna fjárstuðnings;
  • Nákvæm fjárhagsáætlun með jafnvægi milli tekna og útgjalda.

Fyrir Norrænu ráðherranefndina:

Samstarfsaðilar frá Norðurlöndunum skulu senda gögn (á ensku og aðeins á PDF-skjölum) í síðasta lagi 25. nóvember 2019, kl. 23.59.00, með tölvupósti til:

Julie Sofie Østbjerg og Tómasar Orra Ragnarssonar, skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar, netfang: julost@norden.org and tomrag@norden.org.

Samstarfsaðilar frá Québec skulu senda gögn (á frönsku) í síðasta lagi 25. nóvember 2019, kl. 23.59.00, með tölvupósti til:

Steve Boilard Direction Europe et institutions européennes, Ministère des Relations internationales et de la Francophonie, netfang: quebeccnm@mri.gouv.qc.ca

Stjórnvöld í Québec og Norræna ráðherranefndin bera ábyrgð á endanlegu vali verkefna og ákvarða upphæð styrkjar. Niðurstöður verða kynntar umsækjendum í lok febrúar 2020. Athugið að ekki er hægt að áfrýja niðurstöðum. Lokaskýrsla Hver stofnun skal fylla út lokaskýrslu og senda hana í samræmi við uppgefna skilmála bæði til Québec og Norrænu ráðherranefndarinnar.