Auglýst eftir tilboðum í verkefni um dreifingaráhrif efnahagslegra stjórntækja

03.06.19 | Fjármögnunarmöguleiki
Norræni vinnuhópurinn um umhverfis- og efnahagsmál (NME) sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina auglýsir hér með eftir tilboðum í verkefni sem tekur til dreifingaráhrifa (distributional impacts) efnahagslegra stjórntækja. Tilboðsfrestur rennur út 1.8.2019.

Upplýsingar

Flokker
Kall eftir tillögum
Frestur
Fim, 01/08/2019 - 23:59
Fjármálarammi
400.000 DKK
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Grænland
Finnland
Ísland
Noregur
Svíþjóð

Umhverfis- og orkuskattar hafa aukist verulega á Norðurlöndum síðustu áratugi. Um þessar mundir er verið að innleiða skatta á öllum Norðurlöndunum, sérstaklega á sviði orkumála, og er markmiðið bæði umhverfislegt og að afla tekna í ríkissjóði. Skattarnir eru af þeirri stærðargráðu að þeir hafa dreifingaráhrif fyrir neytandann. Umskiptin til jarðefnaeldsneytislauss samfélaglags krefst þess að enn áhrifaríkari stjórntækjum verði beitt. Það getur falið í sér að dreifingaráhrifin verði enn áþreifanlegri en nú er. Í reynd geta umbætur á borð við metnaðarfyllri losunarmarkmið falið í sér hærri skatta en einnig að fyrirtækjum og öðrum haghöfum sem nú eru undanþegnir efnahagslegri stjórnun verði gert að greiða skatta eða gjöld. Í slíkum umbótaáætlunum verður að taka tillit til annarra markmiða svo sem sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna, þar með talið markmiðið um minni ójöfnuð.

Tilgangur, afmörkun og aðferðir

 • Verkefnið skal innihalda almenna fræðilega umfjöllun um dreifingaráhrif umhverfisskattanna sem byggð er á nýjustu rannsóknum á efninu.
 • Verkefnið skal kortleggja rannsóknir sem gerðar hafa verið um dreifingaráhrif umhverfisskatta á Norðurlöndum.
 • Í verkefninu skal gera grein fyrir aðferðum til að greina dreifingaráhrifin. Fyrir utan að greina áhrif á mismunandi tekjuhópa skal skoðað hvernig svæðisbundin vídd hefur áhrif á umfang dreifingaráhrifanna. Auk þess getur greiningin náð til annarra þátta sem máli skipta svo sem dreifingaráhrif með tilliti til kyns.
 • Í verkefninu skal gerð grein fyrir þeim úrræðum sem hafa verið samþykkt til þess að draga úr hugsanlegum dreifingaráhrifum í tengslum við innleiðingu skattanna. Eitt markmið rannsóknarinnar er að greina á hvort og hvernig benda megi á að dreifingaráhrifin hafi haft áhrif á mótun umhverfis- eða orkuskatta. 
 • Í verkefninu skal á grundvelli fræðilegrar umfjöllunar og norrænna tilrauna leiðbeina um það hvernig þróa megi efnahagsleg stjórntæki þannig að draga megi út hugsanlegum öfugum áhrifum þeirra.
 • Rannsóknin skal taka til að minnsta kosti þriggja til fjögurra norrænna landa þar sem skoðað er hvernig tekið hefur verið á dreifingaráhrifum. Ef þess er kostur þá mætti Grænland vera eitt þessara landa.
 • Dreifingaráhrifin sem tekin eru til umfjöllunar skulu vera bæði bein og óbein.
 • Dreifingaráhrifin skulu skoðuð bæði til skemmri og lengri tíma.
 • Til þess að lýsa því hvernig dreifingaráhrifin geta birst þegar efnahagslegum stjórntækjum er beitt skal greina nokkur raunveruleg dæmi um innleiðingu stjórntækja á nokkrum sviðum hagkerfisins en með áherslu á áhrif stjórntækisins á heimilin og einstaka neytendur.

Fjárhagsáætlun

Fjárhagsrammi verkefnisins er 400.000 DKK (hugsanlegur virðisaukaskattur (VAT)) er innifalinn. Fjármagnið skal nýta til að greiða fyrir störf ráðgjafa við framkvæmd verksins og ef á þarf að halda ferðakostnað sem tengist upplýsingagjöf vegna verkefnisins, þátttöku og kynningu á verkefninu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar eða vinnuhópsins.

Umsóknafrestur

Tilboðið skal berast vinnuhópi Norrænu ráðherranefndarinnar, NME, í síðasta lagi 1.8.2019. Afhenda skal öll skjöl innan þessa tímafrests. Efni sem berst eftir þessa dagsetningu er ekki tekið til greina. Ákvörðun verður tekin í september og verður öllum sem sent hafa tilboð greint frá ákvörðuninni. Verkefnið skal hefjast haustið 2019 og tillaga að lokaskýrslu skal kynnt á einum fundi vinnuhópsins á árinu 2020. Verkefnisstjórinn skal senda stöðuskýrslu til vinnuhópanna tvisvar á verkefnistímanum. Nánari dagsetningar verða ákveðnar í samningnum.

Tilboð

Tilboð skal senda í tölvupósti til Lottu Eklund og nota tl þess verkefnalýsingu/umsóknareyðublað á einhverju þeirra tungumála sem í boði eru og tilheyrandi fjárhagsáætlun sem skylt er að nota.

Hér má sækja gögn vegna umsóknarinnar:

Nánari upplýsingar um verkefnið og kröfur vegna fjármögnunar má finna hér:

Hvatt er til þess að sent séu frekari fylgiskjöl (að hámarki 10-15 síður á A4) með nánari lýsingum. Ef sendar eru ferilskrár skulu þær sameinaðar í eitt skjal sem sent er sérstaklega.

Mat

Við mat á tilboðsgjöfum verður áhersla lögð á

 • Uppbyggingu og skipulag vinnunnar, þar með talið aðferðir og hvernig á að safna og vinna úr gögnum sem máli skipta
 • Tímaáætlun
 • Ábyrgðadreifing, tímarammi, almenn færni og hæfni þeirra sem eiga að stjórna og vinna verkið
 • Fyrri reynsla tilboðsgjafa á sviðinu
 • Hvaða tengingar og tengslanet verða nýtt í verkefninu og geta til að skilja norrænu tungumálin
 • Kostnaður við skipulagningu tíma, tímalaun og önnur útgjöld
 • Skipulag á miðlun niðurstaðna verkefnisins

Nánari upplýsingar um styrkjakerfi Norrænu ráðherranefndarinnar er að finna hér:

Tengiliður