Auglýst eftir tilboðum í verkefni um landsbundin markmið og staðbundna hvata vegna stjórnunar náttúrusvæða á Norðurlöndum

11.06.19 | Fjármögnunarmöguleiki
Norræni vinnuhópurinn um umhverfis- og efnahagsmál (NME) og vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni (NBM) sem heyra undir Norrænu ráðherranefndina auglýsa hér með eftir tilboði í verkefni um landsbundin markmið og staðbundna hvata vegna stjórnunar náttúrusvæða á Norðurlöndum Tilboðsfrestur rennur út 1.8.2019.

Upplýsingar

Flokker
Kall eftir tillögum
Frestur
Fim, 01/08/2019 - 23:59
Fjármálarammi
400.000 DKK
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Noregur

Breytingar á landnotkun eru meðal veigamestu ástæðna breytinga og missis á lífræðilegri fjölbreytni á Norðurlöndum. Staðbundin stjórnvöld (yfirleitt sveitarfélög) bera meginábyrgð á skipulagi og landnotkun. Megináskorunin er að sveitarfélögin hafi skýra efnahagslega hvata til að endurskipuleggja landnotkun á svæðum sem eru mikilvæg vegna líffræðilegrar fjölbreytni, útivistar og menningarlegs umhverfis, með það að markmiði að þróa eða rækta. Endurráðstöfun af þessu tagi getur aukið efnahagsleg umsvif í sveitarfélögunum, aukið atvinnu, fjölgað fyrirtækjum, stuðlað að fólksfjölgun og aukið skatttekjur. Sveitarfélögin hafa alla jafna ekki nægilega mikla efnahagslega hvata til að varðveita þessi svæði þannig að þau haldi áfram að veita vistkerfisþjónustu sem er mikilvægt út frá staðbundnu eða landsbundnu (jafnvel alþjóðlegu) sjónarhorni.

Spyrja verður fleiri spurninga til þess að hægt sé að takast á við áskoranirnar og finna lausnir til að auka samræmið milli landsbundinna og staðbundinna markmiða:

 • Hvaða hvata hafa sveitarfélög til þess að uppfylla alþjóðleg markmið um líffræðilega fjölbreytni í stjórnun sinni á landnotkun?
 • Er misræmi milli landsbundinna markmiða og staðbundinna hvata einnig að finna á öðrum sviðum sem tengjast landnotkun?
 • Eru þess háttar sjónarmið samþætt með öðrum hætti í stjórnunarferli landnotkunar?
 • Hvaða þekkingargrunn hafa staðbundin og/eða landsbundin stjórnvöld til þess að meta vistkerfi og vistkerfaþjónustu til styttri og lengri tíma?

Markmiðið með verkefninu

Verkefnið skal með dæmum (case-studies) varpa ljósi á hvernig umfjöllun um svið eins og líffræðileg fjölbreytni, menningarlegt umhverfi og útivist er samþætt í í vinnu sveitarstjórna við stjórnun á nýtingu lands á Norðurlöndunum. Eitt slíkt dæmi getur varpað ljósi á hvernig eitt eða fleiri þessara þriggja sviða hefur verið samþætt í stjórnun eins ríkis á nýtingu lands. Dæmin skulu samanlegt ná til allra þriggja sviðanna í þremur norrænum löndum að lágmarki.

Í skýrslunni skal koma fram mat á áhrifum þess að nota mismunandi stjórnunaraðferðir og hvaða ályktanir hægt er að draga á grundvelli þeirra dæma sem unnið er með. Niðurstöðurnar geta tekið til kerfisbundins munar milli sviða líffræðilegrar fjölbreytni, menningarlegs umhverfis og útivistar með tilliti til árekstra milli markmiða og notkunar stjórnunaraðgerða eða hugsanlegrar tilhneigingar varðandi skilvirkni, hagkvæmni og vinnuaðferðir.

Fjárhagsáætlun

Fjárhagsrammi verkefnisins er 400.000 DKK (hugsanlegur . virðisaukaskattur (VAT) er innifalinn). Fjármagnið skal nýta til að greiða fyrir störf ráðgjafa við framkvæmd verksins og ef á þarf að halda ferðakostnað sem tengist upplýsingagjöf vegna verkefnisins á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Útgáfukostnaður (u.þ.b. 25.000 DKK) er líka hluti fjármagnsins sem og hugsanlegur kostnaður vegna þýðinga. Skýrslan verður gefin út í TemaNord-ritröð Norrænu ráðherranefndarinnar og kynnt á heimasíðu ráðherranefndarinnar.

Umsóknarfrestur

Tilboðið skal berast vinnuhópum Norrænu ráðherranefndarinnar, NME og NBM, í síðasta lagi 1.8.2019. Afhenda skal öll skjöl innan þessa tímafrests. Efni sem berst eftir þessa dagsetningu er ekki tekið til greina. Ákvörðun verður tekin í september 2019 og verður öllum sem sent hafa tilboð greint frá ákvörðuninni. Verkefnið skal hefjast haustið 2019 og tillaga að lokaskýrslu skal kynnt á einum fundi vinnuhópsins á árinu 2020. Verkefnisstjórinn skal senda stöðuskýrslu til vinnuhópanna tvisvar á verkefnistímanum. Nánari dagsetningar verða ákveðnar í samningnum.

Tilboð

Tilboð skal senda með tölvupósti til Lottu Eklund:

Í tilboðinu skal nota verkefnalýsingu/umsóknareyðublað á einhverju þeirra tungumála sem í boði eru og tilheyrandi fjárhagsáætlun sem skylt er að nota.

Hvatt er til þess að sent séu frekari fylgiskjöl (að hámarki 10-15 síður á A4) með nánari lýsingum. Ef sendar eru ferilskrár skulu þær sameinaðar í eitt skjal sem sent er sérstaklega.

 

Hér má lesa auglýsinguna í heild:

Mat

Við mat á tilboðsgjöfum verður áhersla lögð á

 • Uppbyggingu og skipulag vinnunnar, þar með talið aðferðir og hvernig á að safna og vinna úr gögnum sem máli skipta
 • Tímaáætlun
 • Ábyrgðadreifing, tímarammi, almenn færni og hæfni þeirra sem eiga að stjórna og vinna verkið
 • Fyrri reynsla tilboðsgjafa á sviðinu
 • Tengslanet sem nýtt verða í verkefninu og geta til að skilja norrænu tungumálin
 • Kostnaður við skipulagningu tíma, tímalaun og önnur útgjöld
 • Skipulag á miðlun niðurstaðna verkefnisins

Nánari upplýsingar um styrkjakerfi Norrænu ráðherranefndarinnar er að finna hér: