NORDBUK: Styrkir til verkefna og samstarfs félagasamtaka

25.07.18 | Fjármögnunarmöguleiki
Norræna barna- og ungmennanefndin, NORDBUK, styrkir verkefni og samtök barna og ungmenna og hefur í því skyni komið á fót styrkjaáætlun sem Norræna menningargáttin hefur umsjón með.

Upplýsingar

Flokker
Styrkir
External organization
Norræna menningargáttin
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð

Norræna barna- og ungmennanefndin, NORDBUK, styrkir verkefni og samtök barna og ungmenna og hefur í því skyni komið á fót styrkjaáætlun sem Norræna menningargáttin hefur umsjón með.

Markmið styrkjaáætlunar NORDBUK er að efla samtök barna og ungmennanna sjálfra, þátttöku þeirra og áhrif í pólitísku og félagslegu starfi. Verkefnið skal vera samstarf milli þriggja (3) norrænna þjóða hið minnsta. Auk þess getur samstarf við Eystrasaltsríki eða Norðvestur-Rússlands verið liður í umsókninni.

Á árunum 2018 til 2020 verður sérstök aukafjárveiting eyrnamerkt verkefnum með áherslu á Dagskrá 2020. Þetta er niðurstaða samstarfs milli norrænu barna- og ungmennanefndarinnar og áætlunarinnar 2030 kynslóðin.

Umsóknir eru teknar til meðferðar hjá Norrænu menningargáttinni þrisvar á ári í tengslum við auglýstan umsóknarfrest. Sótt er um gegnum rafræna umsóknargátt sem er aðgengileg á vefsvæði Norrænu menningargáttarinnar. Nánari upplýsingar um matsviðmið áætlunarinnar, styrkhæfi og umsóknarferli er að finna á vefsvæði Norrænu menningargáttarinnar.

NORDBUK-stödprogram
Ljósmyndari
norden.org