Nordplus 2018–2022

27.07.18 | Fjármögnunarmöguleiki
Hreyfanleiki – Samstarfsnet – Verkefni Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Fimm undiráætlanir Nordplus eru sniðnar að mismunandi markhópum allt frá grunnskólum til æðri menntastofnana.

Áætlunin styrkir hreyfanleika, verkefni og samstarfnet og er opin stofnunum, samtökum og öðrum sem hafa menntun og símenntun að meginmarkmiði eða sem starfa á þessu sviði.

Auk norrænu landanna fimm taka Álandseyjar, Færeyjar, Grænland, Eistland, Lettland og Litáen þátt í áætluninni.

Undiráætlanir Nordplus eru:

  • Nordplus Horisontal (þverlæg áætlun)
  • Nordplus Junior (grunnskóli)
  • Norplus Æðri menntun
  • Nordplus Nám fullorðinna
  • Nordplus Tungumál Norðurlanda

Nordplus er með skrifstofu í öllum norrænu löndunum. Nordplus-skrifstofurnar í Danmörku, Finnlandi, Íslandi Noregi og Svíþjóð skipta mér sér umsjón með á undiráætlununum fimm.

Umsóknarfrestur er 1. febrúar ár hvert.

Umsóknir og nánari upplýsingar um Nordplus-skrifstofurnar í löndunum