Norræn-rússnesk samstarfsáætlun um menntun og rannsóknir

26.06.19 | Fjármögnunarmöguleiki
Norræna-rússneska samstarfsáætlunin veitir styrki til samstarfs milli norrænna og rússneskra stofnana og samtaka um æðri menntun og rannsóknir. Áætlunin byggir á sameiginlegri forgangsröðun og fjármögnun milli Norrænu ráðherranefndarinnar og rússneskra stjórnvalda á sviði menntunar og rannsókna.

Upplýsingar

Flokker
Kall eftir tillögum
Frestur
Fim, 17/10/2019 - 23:59
Fjármálarammi
Alls 2 milljónir norskra króna
Lönd
Álandseyjar
Færeyjar
Danmörk
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð
Rússland

Meginmarkmið áætlunarinnar er að styrkja samstarfið um menntun og rannsóknir milli Norðurlandanna og Rússlands með hreyfanleika kennara, annars starfsfólks og nema, samstarfsneti, sameiginlegum námskeiðum og viðburðum sem beinast að sjálfbæru samstarfi til lengri tíma.

Samstarfið er grundvallað á „Memorandum of Understanding (MoU)“ milli Norrænu ráðherranefndarinnar og menntamála- og rannsóknaráðuneyti Rússlands.

NordForsk heldur utan um þetta verkefni fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar.

NordForsk auglýsir styrki sem nema tveimur milljónum norskra króna vegna norrænu-rússnesku samstarfsáætlunarinnar um menntun og rannsóknir. Rannsóknarverkefnum með samstarfsaðila á Grænlandi er boðið að sækja um styrk úr eyrnamerknum sjóði sem úthlutar viðbótarfé. Umsóknarfrestur er til 17. október 2019.

Tengiliður