Norræni menningarsjóðurinn: verkefnastyrkir og upphafsstyrkir (OPSTART)

26.07.18 | Fjármögnunarmöguleiki
Norræni menningarsjóðurinn styrkir menningarverkefni sem endurhugsa og endurskapa menningarlíf á Norðurlöndum.

Sjóðurinn hefur unnið að menningarsamstarfi frá árinu 1966 á grundvelli samnings milli Norðurlandanna. Á síðustu árum hefur sjóðurinn farið að taka virkan þátt í samstarfsnetum og stuðlað að myndun samstarfsneta í því skyni að vera með í umræðunni um nýja strauma og tækifæri til að ryðja úr vegi landamærum sem listin býður upp á. Sjóðurinn úthlutar árlega um 29 milljónum danskra króna til um það bil tvö hundruð verkefna.

Styrkir eru meðal annars veittir til ráðstefna, tónleika, hljómleikafara, sýninga, hátíða og rannsókna- og menntaverkefna. Einstök verkefni mega hvort tveggja fara fram á Norðurlöndum og utan þeirra. Grundvallarkrafan er alltaf sú að verkefnið feli í sér norrænt samstarf og fjalli um listir og/eða menningu.

Sjóðurinn veitir hvort tveggja venjulega verkefnastyrki og svonefnda OPSTART-„hraðstyrki“ til upphafsstarfs að þróun hugmynda og myndunar samstarfsneta í tengslum við lista- og menningarverkefni.

Annað hvert ár veitir sjóðurinn þrjár milljónir danskra króna til eins eða fleiri norrænna samstarfsverkefna innan eins tiltekins áherslusviðs.