Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn: Fjármögnun forkannana lítilla og meðalstórra norrænna fyrirtækja sem vilja starfa utan ESB- og EFTA-ríkja

25.07.18 | Fjármögnunarmöguleiki
Nopef fjármagnar lítil og meðalstór norræn fyrirtæki sem vilja kanna möguleika á að starfa utan ESB og EFTA. Nopef veitir skilyrt lán til forkannana sem hægt er að breyta í styrki þegar könnun er lokið. Fyrirtæki sem sækja um skulu falla undir að minnsta kosti eitt af forgangssviðum Nopef: Grænn hagvöxtur, umhverfistækni og endurnýjanleg orka, norræn öndvegisfærni og nýsköpun, heilsa og velferð.

Nopef veitir skilyrt lán til forkannana sem hægt er að breyta í styrki þegar könnun er lokið. Ef verkefnin leiða til þess að fyrirtækið hefur starfsemi í viðkomandi landi er hægt að fá lánið afskrifað að fullu. Leiði verkefnið ekki til starfsemi í landinu er hægt að fá helming lánsins afskrifað.

Nopef fjármagnar meðal annars launakostnað, ferðakostnað, kostnað vegna laga- og fjármálaráðgjafar, kostnað vegna utanaðkomandi ráðgjafar, þýðinga og kostnað vegna túlkunar. Nopef getur fjármagnað allt að 40% af samþykktum kostnaði.

Nopef leggur áherslu á verkefni sem snerta eitt eða fleiri af eftirfarandi sviðum:

  • Grænn hagvöxtur, umhverfistækni og endurnýjanleg orka
  • Norræn nýsköpun og fyrirtæki framtíðarinnar
  • Heilbrigði og velferð
Tengiliður