Sækið um styrk til Norræna jafnréttissjóðsins!

16.02.23 | Fjármögnunarmöguleiki
Norræni jafnréttissjóðurinn fjármagnar samstarf sem stuðlar að jafnrétti. Norræna ráðherranefndin auglýsir árlega eftir umsóknum úr sjóðnum til verkefna þar sem að minnsta kosti þrenn samtök eða stofnanir frá að minnsta kosti þremur Norðurlöndum vinna saman. Opnað er fyrir umsóknir úr Norræna jafnréttissjóðnum 1. mars og lokafrestur er 3. apríl.

Upplýsingar

Flokker
Styrkir
Financial framework
50.000–500.000 DKK
Countries
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Finnland
Ísland
Noregur
Svíþjóð
Grænland
Eistland
Litháen
Lettland

Norræni jafnréttissjóðurinn fjármagnar samstarf sem stuðlar að jafnrétti. Norræna ráðherranefndin auglýsir árlega eftir umsóknum úr sjóðnum vegna verkefna þar sem að minnsta kosti þrenn samtök eða stofnanir frá að að minnsta kosti þremur Norðurlöndum vinna saman.

 

Norræni jafnréttissjóðurinn fjármagnar verkefni þar sem að minnsta kosti þrenn samtök eða stofnanir frá að minnsta kosti þremur Norðurlöndum vinna saman að jafnrétti. Hægt er að sækja um fjármagn úr sjóðnum til verkefna þar sem tilgangurinn er að takast með ýmsum hætti á við vandamál vegna kynjahalla, skapa nýja þekkingu og miðla reynslu eða styrkja og efla norræna samkennd.

 

Verkefnin gætu til dæmis stuðlað að nýrri þekkingu, miðlun reynslu og myndun norrænna samstarfsneta.

NIKK hefur umsjón með sjóðnum fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar og sér einnig um að auglýsa styrkina, mat og eftirfylgni með tilliti til árangurs.

Um sjóðinn

1. Markhópur Norræna jafnréttissjóðsins er breiður og er hann opinn félagasamtökum, samstarfsnetum, opinberum stofnunum, öðrum óhagnaðardrifnum hagaðilum, minni fyrirtækjum og fleiri.

 

2. Miðlun þekkingar skiptir sköpum. Sjóðurinn fjármagnar samstarfsverkefni þar sem að minnsta kosti þrenn samtök eða stofnanir frá að minnsta kosti þremur Norðurlöndum taka þátt og getur eitt þeirra verið Álandseyjar, Færeyjar eða Grænland. Sömuleiðis geta samstarfsaðilarnir verið samtök frá að minnsta kosti tveimur Norðurlöndum og ein frá Eistlandi, Lettlandi, Litáen eða Norðvestur-Rússlandi.

 

3. Sjóðurinn fjármagnar margs konar verkefni, meðal annars viðburði, úttektir, uppbyggingu samstarfsneta, þróun aðferðar og þróun starfsemi.

 

4. Í umsókninni skal koma skýrt fram hvernig verkefnið skapar norrænan ávinning, til dæmis með því að færa rök fyrir því hvernig verkefni unnið í norrænu samstarfi skilar betri árangri en ef það væri unnið á landsvísu.

 

5. Í umsókninni skal koma skýrt fram hvernig verkefnið stuðlar að virðisauka í jafnréttismálum, til dæmis með því að færa rök fyrir því hvernig það á að skapa eða breyta þekkingu um jafnrétti.

 

6. Sækja skal um upphæð á bilinu 50.000 til 500.000 danskar krónur (DKK) og skal verkefnið uppfylla öll skilyrði um að vel sé farið með fé. Umsókninni skal fylgja fjárhagsáætlun þar sem allir kostnaðarliðir eru gefnir upp í dönskum krónum (DKK), einnig heildarkostnaður. Gera skal grein fyrir eiginfjármögnun og heildarfjármögnun í fjárhagsáætluninni.

Mikilvægar dagsetningar 2023

Hyggjast samtök þín eða stofnun sækja um fjármagn til norræns samstarfs um jafnréttismál? Eftirfarandi dagsetningar þarf að hafa í huga.

 

1 mars: Opnað fyrir umsóknir á nikk.no

3 apríl: Lokað fyrir umsóknir kl. 24.00 (CET) (23.00 á íslenskum tíma)

Maí: Umsækjendum tilkynnt um styrki.

Júní: Samningur undirritaður

Viltu vita meira um sjóðinn?

NIKK stendur fyrir fjarfundi 1. mars þar sem upplýsingar verða veittar. Skráðu þig og sendu hugsanlega spurningar fyrir fundinn gegnum hlekkinn hér að neðan. Fundurinn fer fram á ensku. Einnig verður hægt að varpa fram spurningum á ensku eða skandinavísku málunum á fundinum. Fundurinn er ókeypis og opinn öllum sem áhuga hafa.  Tímasetning: 1. mars 2023 kl. 13.30-14.30 (CET) (12.30-13.30 á ísl. tíma) Staður: Fjarfundur Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk. Skráning: Í síðasta lagi 28. febrúar kl. 16.00 (CET) (15.00 á ísl. tíma) gegnum hlekkinn hér að neðan