Samningur um kortlagningu og greiningu á aðgerðum sem snúa að hreyfanleika ungs fólk á sviði atvinnumála

12.08.19 | Fjármögnunarmöguleiki
Vegna aukinnar áherslu á hreyfanleika og eftir að hafa tekið þátt í fjármögnun Nordjobb um langt árabil vill EK-A nú láta vinna kortlagningu og greiningu á því hvernig EK-A í ljósi stafrænnar væðingar getur með bestum hætti hámarkað og þróað aðgerðir í þágu hreyfanleika. Einnig skal kanna hvað gera megi öðruvísi, með skilvirkari hætti og betur, þannig að norrænt fé geti nýst betur.

Upplýsingar

Flokker
Opinber innkaup
Frestur
Fim, 05/09/2019 - 14:00
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Finnland
Ísland
Noregur
Grænland
Svíþjóð

Aðlögun og hreyfanleiki á norrænum vinnumarkaði er ein af grunnstoðum norræns samstarfs og hefur þess vegna verið mikilvægt markmið hjá Norrænu ráðherranefndinni í áraraðir. Kortlagningin og greiningin skal skila sér í aðgerðamiðuðum leiðbeiningum og leggja fram raunhæfar tillögur til EK-A.

Lokaskýrsla með kortlagningu, greiningu og niðurstöðum hennar ásamt tillögunum skal vera fullgerð og hún afhent í síðasta lagi í lok janúar 2020.

Tengiliður