Samningur um stafræna væðingu og æðri menntun á Norðurlöndum

27.08.19 | Fjármögnunarmöguleiki
Embættismannanefndin um menntamál og rannsóknir óskar eftir að úttekt verði gerð á því hvernig háskólar vinna með stafrænar útfærslur á menntun með megináherslu á hvernig háskólasamfélagið getur bætt gæði menntunar með notkun nýrra stafrænna kennsluaðferða og verkfæra.

Upplýsingar

Flokker
Opinber innkaup
Frestur
Mon, 30/09/2019 - 14:00
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð

Úttektin skal taka til allra sviða æðri menntunar, þar með talið símenntun og framhaldsmenntun, og leggja áherslu á bestu lausnir á stafrænni og sveiginjanlegri menntun sem til staðar eru í norrænu ríkjunum og Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Kostur er ef úttektin varpar ljósi á þær áskoranir og hindranir sem hugsanlega eru fyrir hendi til þess að hægt sé að bjóða fram menntun með nýjum aðferðum.

Tengiliður