Samningur um úttekt á áhrifum af tilskipun ESB um réttindi sjúklinga varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri í norrænu löndunum fimm auk sjálfsstjórnarsvæðanna þriggja.
Upplýsingar
Verkefnið felst í úttekt á áhrifum tilskipunar ESB um réttindi sjúklinga (tilskipun 2011/24/ESB) sem varðar réttindi sjúklinga varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri á Norðurlöndum. Töluverð þekking og gögn liggja fyrir um hreyfanleika sjúklinga og fyrstu áhrif af gildistöku reglna ESB/EES um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri á Norðurlöndum. Norræna ráðherranefndin óskar eftir úttekt á því hvaða áhrif þessi tilskipun hefur haft í norrænu löndunum.