Sjóður: Aðlögun flóttafólks og innflytjenda

20.04.23 | Fjármögnunarmöguleiki
Vorið 2016 ákváðu samstarfsráðherrar Norðurlanda að setja samstarf um aðlögun flóttafólks og innflytjenda í sérstakan forgang. Þetta er skilgreint nánar í samstarfsáætlun um aðlögun flóttafólks og innflytjenda. Árið 2020 ákváðu samstarfsráðherrarnir að framlengja áætlunina fram til ársloka 2024. Þess vegna hefur ákveðin upphæð verið tekin frá fyrir fjármögnun verkefna í norrænu ríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Upplýsingar

Flokker
Styrkir
Financial framework
50.000–500.000 DKK
Countries
Danmörk
Svíþjóð
Noregur
Finnland
Ísland
Færeyjar
Grænland
Álandseyjar

Framtíðarsýn okkar 2030 og stefnumótandi áherslur

Aðlögunaráætlunin tengist fyrst og fremst markmiðum stefnumarkandi áherslusviða um samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Eigi þessar áherslur að raungerast þarf nægt vinnuafl með rétta færni til að geta mætt kröfum vinnumarkaðarins. Þá þarf stór hluti almennings að vera í fastri vinnu og vera fær um að framfleyta sér. Einnig þarf flóttafólk og innflytjendur að verða virkir borgarar með áherslu á inngildingu, jafnrétti og bann við mismunum sem fyrir vikið mun efla norræna samheldni.

 

Á gildistíma áætlunarinnar 2022-2024 er lögð megináhersla á áskoranir og lausnir í menntamálum og á vinnumarkaði.

Markmið

Samstarfsáætlunin á að styðja við aðlögunarstarf í löndunum með því að efla norrænt samstarf um aðlögun flóttafólks og innflytjenda, með áherslu á miðlun reynslu og þróun nýrrar þekkingar.

Almennum markmiðum skal meðal annars náð með eftirfarandi undirmarkmiðum áætlunarinnar:

 • Dreifa og miðla norrænni þekkingu og reynslu af aðlögunarmálum
 • Leiða saman stofnanir og aðra aðila sem starfa að aðlögun á Norðurlöndum, þ.m.t. ráðuneyti, stofnanir, stjórnvöld, svæði, sveitarfélög, starfsfólk, sérfræðinga og félagasamtök
 • Styðja við aðlögunarstarf sem fram fer í löndunum

Hver getur sótt um

Stjórnvöld sveitarfélaga, svæða og á landsvísu, háskólar og rannsóknarstofnanir ásamt félagasamtökum á Norðurlöndum geta sótt um verkefnastyrki. Einkafyrirtæki geta ekki verið aðalumsækjendur en geta verið samstarfsaðilar í verkefnum.

Upphæð sem sækja má um

Aðlögunarsjóðurinn nemur 2.000.000 DKK. Hægt er að sækja um upphæð á bilinu 500.000-1.000.000 DKK.

Matsviðmið

Verkefni er metið með tilliti til þess hversu vel það samræmist einu eða fleiri efnislegum markmiðum áætlunarinnar um aðlögunarmál.

 

Samkeppnishæf Norðurlönd

 • Norrænt samstarf á að stuðla að því að flóttafólki og innflytjendum verði gert kleift að nýta færni sína og hæfileika, meðal annars með menntun og endurmenntun. Þetta verði gert með því að þróa lausnir á áskorunum á vinnumarkaði í framtíðinni. Tryggja þarf að flóttafólk og innflytjendur hafi meðal annars tilhlýðilega stafræna færni og tungumálafærni til að spjara sig á vinnumarkaði.

Félagslega sjálfbær Norðurlönd

 • Norrænt samstarf á að stuðla að því að flóttafólk og innflytjendur taki virkan þátt í samfélaginu, meðal annars í íþrótta- og félagsstarfi. Þetta verði gert með framlögum til þekkingar og verkefna um eflingu samfélaga, traust og bann við mismunun, bæði hjá einstaklingum og kerfisbundið.
 • Norrænt samstarf á að stuðla að því að dregið verði úr mismuni á atvinnuþátttöku karla og kvenna, meðal annars með því að vekja athygli á þeim hindrunum sem koma einkum í veg fyrir atvinnuþátttöku kvenna.

Verkefni er metið með tilliti til þess hversu vel það samræmist eftirfarandi markmiðum sjóðsins:

 • Styrkir norrænt samstarf um aðlögunarmál með áherslu á miðlun reynslu og þróun nýrrar þekkingar
 • Dreifir og miðlar þekkingu og reynslu af aðlögunarmálum
 • Leiðir saman norræna aðila

Forsendur verkefnis

 • Umsóknir til verkefna eiga að vera í samræmi við kröfur Norrænu ráðherranefndarinnar um lýsingu og fyrirkomulag verkefnis, þar með talin fjárhagsáætlun og að hve miklu leyti verkefnið tekur á jafnrétti og aðkomu ungs fólks.
 • Norrænn ávinningur. Verkefnið á að styrkja samstarf milli fagsviða og landa og fela í sér myndun nýrra samstarfsneta. Árangur verkefnisins á að nýtast á öllum Norðurlöndum.
 • Að öllum verkefnum skulu standa að minnsta kosti þrjú eftirtalinna landa: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð, Álandseyjar, Færeyjar eða Grænland.
 • Þátttakendur í verkefninu þurfa að geta sýnt fram á reynslu og færni.
 • Umsækjendur þurfa að geta sýnt fram á að stofnunin hafi burði til að framkvæma verkefnið innan setts tímaramma, tryggja framvindu og samfellu verkefnisins og reikningsskil.
 • Fullnægjandi samskiptaáætlun þar sem greint er frá árangri verkefnisins og hugsanlegum áhrifum fyrir hlutaðeigandi aðila.

Umsóknarferli og tímaáætlun

 • Fyllið út umsóknareyðublað og fjárhagsáætlun. Hér má sækja skjöl.
 • Sendið á netfangið annmos@norden.org eigi síðar en 30. júní 2023 og afrit á friman@norden.org.
 • Umsóknir þurfa að vera á dönsku, norsku, sænsku eða ensku.
 • Stoðhópur áætlunarinnar um aðlögunarmál metur verkefnaumsóknirnar og velja úr verkefni sem hljóta styrk. Norræna samstarfsnefndin tekur endanlega ákvörðun um úthlutun styrkja.
 • Úthlutun styrkja verðu tilkynnt umsækjendum eigi síðar en 15. september 2023.
 • Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar hefur umsjón með samningi og stjórnsýslu verkefnisins.
 • Upphaf verkefnis: Október 2023
 • Lok verkefnis: Október 2024
Contact information