Styrkir frá Norrænu embættismannanefndinni um löggjafarmál

26.07.18 | Fjármögnunarmöguleiki
Norrænu dómsmálaráðherrarnir ráða yfir fjármagni sem ætlað er að styrkja verkefni sem gagnast öllum Norðurlöndunum og tengjast samstarfi norrænu ríkisstjórnanna á sviði löggjafarmála. Ábyrgðin á þessu hefur verið falin embættismannanefndinni um löggjafarmál (ÄK-LAG) sem ber ábyrgð á að undibúa og framkvæma ákvarðanir dómsmálaráðherranna innan MR-LAG. Umsóknum um styrki til þess að fjármagna verkefni á sviði dómsmála skal skila til skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar á þeim eyðublöðum sem finna má hér að neðan („verkefnalýsing“ og „fjárhagsáætlun verkefnis“).

Upplýsingar

Flokker
Styrkir
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð

Verklagsreglur vegna verkefnastyrkja frá löggjafarsviði

Norræna embættismannanefndin um löggjafarmál (NÄL) hefur samþykkt eftirfararandi leiðbeinandi verklagsreglur fyrir notkun á verkefnaframlagi löggjafarsviðsins. Tilgangurinn með verklagsreglunum er að leggja sérstaka áherslu þau málefni sem norrænu dómsmálaráðherrarnir vilja forgangsraða og að veita NÄL verkfæri vegna mats og verkefnaumsóknunum.

Almenn dreifing

1. Styrkir löggjafarsviðsins nema árlega um 1.300.000 dönskum krónum. Að minnsta kosti einni milljón af þessu fjármagni skal veita til framkvæmdar á samstarfsáætlunum sviðsins, verkefna sem eiga uppruna í stefnumótandi tillögum o.fl. frá Norðurlandaráði eða annarra tengdra verkefna sem ráðherrarnir forgangsraða. Sérstakt tillit skal taka til verkefna formennskunnar hverju sinni.

2. Nú skal um 100.000 dönskum krónum af heildarupphæðinni eyrnamerkt verkefnum innan ramma samstarfsins við Eistland, Lettland og Litháen, auk norðvestur Rússlands.

3. Fé sem hugsanlega er skilað frá verkefnum sem lokið er skal fyrst og fremst nýta til verkefna formennskunnar.

Almenn skilyrði

4. Regluna um „norrænt notagildi“ skal ætíð hafa í huga og hún skiptir sköpum við ákvörðun um verkefni sem unnin eru á norrænum vettvangi. Norræn verkefni skulu ætíð byggja á eftirfarandi:

  • Verkefnið hefði að öðrum kosti verið unnið landsbundið en hægt er að ná áþreifanlegum ávinningi með því að nota norrænar lausnir.
  • Að verkefnið styrki og efli norræna samkennd.
  • Að verkefnið efli kunnáttu og samkeppnishæfni á Norðurlöndum.

5. Styrkuumsóknir skulu uppfylla skilyrðið um „norrænt notagildi“ og vera sprottnar úr samstarfsáætlunum sviðsins, vera verkefni sem á uppruna í stefnumótandi tillögum o.fl. frá Norðurlandaráði eða önnur tengd verkefni sem ráðherrarnir forgangsraða til að eiga möguleika á að hljóta styrk, nema um sé að ræða sérstakar ástæður sem valda því að verkefnið eigi samt sem áður að hljóta styrk.

6. Þegar um er að ræða umsóknir um styrki til þess háttar utanaðkomandi verkefna sem þegar hafa fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni eða falla undir reglulega starfsemi umsækjanda skal fara fram sérstakt mat.

Meðferð umsókna

7. Umsóknir fara til meðferðar á fundi NÄL en geta í einstökum tilvikum sem teljast einföld og eftir samþykki formanns NÄL fengið skriflega meðferð.

Verklagsreglur og ákvarðanir samstarfsráðherranna í verkefnasamningnum

8.  Til að eiga möguleika á að hljóta styrk þurfa umsóknir að vera í samræmi við verklagsreglur sem norrænu samstarfsráðherrarnir hafa samþykkt. Í almennum skilmálum Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir verkefnasamninga er að finna sérstakar ákvarðanir varðandi framkvæmd verkefna o.s.frv.

 

Umsóknareyðublað löggjafarsviðs

Application form for project funding from the Nordic justice cooperation

Tengiliður