Styrkir Norrænu ráðherranefndarinnar um vinnuvernd
Upplýsingar
Nánari upplýsingar um styrki vinnuverndarnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar
Hlutverk Norrænu vinnuverndarnefndarinnar er að vinna að framkvæmd samstarfsáætlunar í vinnumálum á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar. Í samræmi við samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumál er megináherslan á sviði vinnuverndar á öryggi, heilbrigði og velferð á vinnustað. Markmiðið er starfsumhverfi sem er eftirsóknarvert, hvetjandi og fyrir alla, og sem kemur í veg starfstengd heilbrigðisvandamál. Við þróun þess skal jafnframt taka mið af alþjóðlegum samningum og löggjöf ESB. Sérstök áhersla er lögð á til að efla líkamlega og andlega vellíðan á vinnustað, þróa vinnustefnu og vinnueftirlit og benda á mikilvægi góðrar stjórnunar og virkrar aðkomu starfsfólks til að tryggja sjálfbæra nýtingu á hæfni hvers og eins. Umsóknir verða metnar út frá gæðum, mikilvægi og norrænu notagildi. Styrkir eru veittir til eins árs í senn en engu að síður er hægt að sækja um styrki til verkefna sem standa eiga í allt að þrjú ár. Svo framarlega sem nefndin hafi til þess fjármagn og að framvinda verkefnis sé samkvæmt áætlun munu samþykkt verkefni sem standa í fleiri en eitt ár verða tekin fram fyrir nýjar umsóknir við mat á umsóknum.