Styrkir Norrænu ráðherranefndarinnar um vinnuvernd

19.07.18 | Fjármögnunarmöguleiki
Vinnuverndarnefndin veitir styrki til verkefna sem miða að því til að efla samstarf Norðurlandanna á sviði vinnuverndar. Meðal helstu mála má nefna hvernig bæta megi líkamlegar, andlegar og félagslegar aðstæður á vinnustöðum, efla sjálfbæra nýtingu á mannauði, styðja jafnrétti og jöfnuð og gera Norðurlöndin að svæði þar sem er eftirsóknarvert að starfa.

Upplýsingar

Flokker
Styrkir
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð

Nánari upplýsingar um styrki vinnuverndarnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar

Hlutverk Norrænu vinnuverndarnefndarinnar er að vinna að framkvæmd samstarfsáætlunar í vinnumálum á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar. Í samræmi við samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumál er megináherslan á sviði vinnuverndar á öryggi, heilbrigði og velferð á vinnustað. Markmiðið er starfsumhverfi sem er eftirsóknarvert, hvetjandi og fyrir alla, og sem kemur í veg starfstengd heilbrigðisvandamál. Við þróun þess skal jafnframt taka mið af alþjóðlegum samningum og löggjöf ESB. Sérstök áhersla er lögð á til að efla líkamlega og andlega vellíðan á vinnustað, þróa vinnustefnu og vinnueftirlit og benda á mikilvægi góðrar stjórnunar og virkrar aðkomu starfsfólks til að tryggja sjálfbæra nýtingu á hæfni hvers og eins. Umsóknir verða metnar út frá gæðum, mikilvægi og norrænu notagildi. Styrkir eru veittir til eins árs í senn en engu að síður er hægt að sækja um styrki til verkefna sem standa eiga í allt að þrjú ár. Svo framarlega sem nefndin hafi til þess fjármagn og að framvinda verkefnis sé samkvæmt áætlun munu samþykkt verkefni sem standa í fleiri en eitt ár verða tekin fram fyrir nýjar umsóknir við mat á umsóknum.

Umsóknareyðublöð Vinnuverndarnefndarinnar

The Labour Evironment Committee application form for project funding