Styrkir til verkefna á sviði aðlögunar

25.07.18 | Fjármögnunarmöguleiki
Nú er hægt að sækja um styrki til verkefna á sviði aðlögunar til samstarfsáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar um aðlögun flóttafólks og innflytjenda

Upplýsingar

Flokker
Kall eftir tillögum
Frestur
fös, 31/12/2021 - 23:59

Vorið 2016 ákváðu norrænu samstarfsráðherrarnir að setja norrænt samstarf um aðlögun flóttafólks og innflytjenda í sérstakan forgang. Þetta er skilgreint nánar í samstarfsáætlun um aðlögun flóttafólks og innflytjenda.

Því tengt hefur viss upphæð verið tekin frá fyrir fjármögnun verkefna í norrænu ríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Markmið

Markmið samstarfsáætlunarinnar er að styðja við starf landanna að aðlögunarmálum með því að efla norrænt samstarf um aðlögun flóttafólks og innflytjenda með áherslu á miðlun reynslu og þróun nýrrar þekkingar.

Til að ná hinu almenna markmiði felur nýja áætlunin í sér eftirtalin undirmarkmið:

  • Að dreifa og miðla norrænni þekkingu og reynslu af aðlögunarmálum.
  • Að leiða saman stofnanir og aðra aðila sem vinna að aðlögun á Norðurlöndum, þar á meðal ráðuneyti, stjórnsýslustofnanir, yfirvöld, svæðisyfirvöld, sveitarfélög, fagfólk, sérfræðinga og borgarasamfélagið.
  • Að styðja við það aðlögunarstarf sem nú fer fram í löndunum.

Í samstarfsáætluninni felst einnig stofnun þekkingar- og upplýsingadeildar við Norrænu velferðarmiðstöðina í samstarfi við Nordregio, en hvorttveggja eru norrænar stofnanir í Stokkhólmi. Auk þess felst í áætluninni stærra rannsóknarverkefni um aðlögun og eflingu pólitísks samstarf um aðlögunarmál innan Norrænu ráðherranefndarinnar.

Fjármagn

  • Fyrir árið 2016 var ákveðið að verja í styrki 1,8 milljónum danskra króna.
  • Fyrir árið 2017 var ákveðið að verja í styrki 3 milljónum danskra króna.
  • Fyrir árið 2018 var ákveðið að verja í styrki 2,8 milljónum danskra króna.
  • Fyrir árið 2019 var ákveðið að verja í styrki 4,5 milljónum danskra króna.

Umsóknarfrestur

Hægt er að senda inn umsókn hvenær sem er.

Umsóknir skal senda til Catrine Bangum, aðalráðgjafa, [catban@norden.org] og afrit á Kristinu Marie Jensen, verkefnisstjóra, [kmje@norden.org].

Umsóknargögn má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Tengiliður