Styrkir vegna ársins 2019 - sjálfbær útivist og ógnir við líffræðilegan fjölbreytileika

10.07.18 | Fjármögnunarmöguleiki
TEG tekur nú á móti umsóknum um fjármögnun á norrænum umhverfis- og menningararfsverkefnum. Á árinu 2019 verða þau verkefni í forgangi sem tengjast sjálfbærri útivist og náttúruferðamennsku, verkefni sem taka til ógna við líffræðilegan fjölbreytileika á Norðurlöndum, einkum ágengar tegundir og ágenga sjúkdómsfaraldra meðal tegunda á landi og í vötnum. Umsóknarfrestur rennur úr 18. júní 2018.

Upplýsingar

Flokker
Kall eftir tillögum
Frestur
Mon, 18/06/2018 - 23:55
Fjármálarammi
Að 500.000 dönskum krónum á ári
Lönd
Álandseyjar
Finnland
Danmörk
Eistland
Færeyjar
Grænland
Ísland
Lettland
Litháen
Rússland
Svíþjóð
Noregur
Áherslur árið 2019

Verkefni sem hljóta styrk eiga að stuðla að því að náð verði markmiðum sem getið er í kafla 3.2. útivist, landslag og menningarumhverfi í Framkvæmdaáætlun í umhverfismálum 2013–2018. Aðalumsækjendur geta verið stjórnvöld, sveitarfélög, háskólar eða félagasamtök og yfirleitt nema framlög allt að 500.000 dönskum krónum á ári.

 

Sjálfbær útivist

Á árinu 2019 mun TEG meðal annars veita styrki til verkefna sem snúa að áhrifum náttúruferðamennsku og útivistar á líffræðilegan fjölbreytileika og mikilvægt náttúru- og menningarumhverfi.

Verkefnin eiga að stuðla að sjálfbærari nýtingu náttúru- og menningarumhverfis. Í verkefnunum skal leggja fram áþreifanlegar tillögur og verkfæri sem nýst geta til þess að draga úr neikvæðum áhrifum af náttúruferðamennsku og útivist á Norðurlöndum. Ekki síst er litið til verkefna sem byggja á viðbúnaði sem þegar er fyrir hendi, eins og til dæmis álagsþol afþreyingar (recreational carrying capacity) og mörk ásættanlegra breytinga (limits of acceptable change, LAC).  Í verkefnunum getur áhersla verið á:

• aukið álag vegna heimsókna og breyttir heimsóknarstraumar,

• aukið rask á gróðri og dýralífi;

• akstur í torfærum (hjólreiðar, akstur fjórhjóla og snjósleða o.s.frv.)

• félagsleg sjálfbærni (þrengsli, réttindi heimafólks og frumbyggja)

 

ógnir við líffræðilegan fjölbreytileika

Á árinu 2019 leggur TEG sérstaka áherslu á verkefni þar sem sjónum er beint að ágengum tegundum og ágengum sjúkdómsfaröldrum meðal tegunda á landi og í vötnum, sem ógna líffræðilegum fjölbreytileika á Norðurlöndum. Í verkefnunum má til dæmis móta verkfæri og aðferðir til þess að

• minnka og koma í veg fyrir smit bæði milli landfræðilegra svæða og tegunda 

• koma í veg fyrir að ágengar framandi tegundir búi um sig og draga úr útbreiðslu þeirra. 

• auka viðbúnað og þekkingu hjá viðkomandi yfirvöldum 

• vera hvetjandi fyrir sameiginlegt norrænt aðgerðir á svæðinu 

Styrkir frá Vinnuhópi um lifandi auðlindir jarðar (TEG)

TEG-vinnuhópurinn fjármagnar árlega norræn verkefni á sínum verksviðum, til dæmis á sviði líffræðilegs fjölbreytileika, útivistar og menningarumhverfis. Verkefnin eru valin með hliðsjón af áherslum sem skilgreindar eru fyrir hvert ár.

 

Styrkir frá TEG – svona er gert 

TEG veitir styrki til verkefna sem eru framlag til norrænna forgangsmála á ábyrgðarsviði vinnuhópsins. Þeim sviðum er lýst í framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í umhverfismálum 2013-2018 (kaflar 3.1, 3.2 og 3.3).

Framkvæmdaáætlun í umhverfismálum 2013-2018

 

Hverjir geta sótt um styrk?

Stjórnvöld sveitarfélaga, svæða eða ríkja, háskólar og fræðastofnanir og félagasamtök geta sótt um verkefnastyrki. Fyrirtæki geta ekki verið aðalumsækjendur og viðtakendur styrkja en þau geta til dæmis tekið þátt í verkefni, verið í verkefnahópi eða stýrt verkefni sem undirverktaki.

 

Kröfur til verkefna

TEG tekur ákvörðun um styrkveitingu fyrir eitt ár í einu. Verkefnisumsóknir geta náð til lengri tíma en TEG getur ekki tryggt margra ára fjárveitingu fyrirfram. Meginreglan er sú að verkefni sé efnislega skýrt afmarkað.

Verkefnið á að hafa skýra tengingu við starfsumboð og áherslusvið TEG sem eru:

• líffræðilegur fjölbreytileiki

• náttúruvernd

• menningarumhverfi

• vistkerfaþjónusta

• útivist

Verkefnin eiga að styðja náttúru- og umhverfisyfirvöld á Norðurlöndum við að vinna að framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í umhverfismálum. Það er augljós kostur ef náttúru- og umhverfisyfirvöld eru sjálf þátttakendur í verkefninu.

Verkefni geta stutt við samhæfingu á aðgerðum Norðurlanda á alþjóðavettvangi, til dæmis í alþjóðanefndum og við vinnu að samningum.

 

Hvaða lönd geta tekið þátt?

Meðal þátttakenda í verkefnum þurfa að vera þrjú norræn lönd hið minnsta, eða tvö norræn lönd ef þriðja landið er Eistland, Lettland, Litháen eða Rússland (héruðin Múrmansk, Karelía, Komi, Nenets eða Arkhangelsk). Fleiri lönd mega taka þátt í verkefnunum.

 

Hvernig og hvenær er sótt um?

Hægt er að sækja um styrki vegna ársins 2019 að vori 2018 og er lokafrestur til að skila umsókn 18. júní 2018. Umsóknir skulu skrifaðar á sænsku, norsku, dönsku eða ensku og sendar í tölvupósti til Siggu Jacobsen. Farið er yfir umsóknirnar á sumarmánuðum 2018 og bráðabirgðaákvörðun liggur í fyrsta lagi í lok september 2018. Endanlegt svar um styrkveitingu frá TEG-vinnuhópnum kemur í desember 2018.

 

Hversu háan styrk er hægt að sækja um?

Vinnuhópurinn veitir að jafnaði styrki á bilinu 100.000–500.000 danskar krónur á ári hverju. Það telst til tekna ef verkefnið er með eigin fjármögnun, og er sú krafa gerð til þátttakenda frá Eystrasaltslöndunum og Rússlandi.

 

Greint frá árangri verkefnis

Miðla skal upplýsingum um niðurstöður verkefnisins til þeirra markhópa sem málið varðar. TEG hvetur til þess að nútímalegar og nýstárlegar leiðir séu valdar til að miðla niðurstöðunum svo þær nái til eins margra og unnt er.

Ef verkefnið er fjármagnað 50% eða meira af Norrænu ráðherranefndinni og meginafurð verkefnisins er lengri skrifleg skýrsla, skal sú skýrsla gefin út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. 

Rit sem tengjast Norrænu ráðherranefndinni

 

Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um?

Þegar TEG-vinnuhópurinn afgreiðir umsóknir er mikil áhersla lögð á að

• skipulag verkefnisins sé úthugsað;

• verkefnið sé vel tengt umhverfis- og menningaryfirvöldum í löndunum;

• kynning á starfsemi og niðurstöðum verkefnisins sé virk og nýstárleg;

• verkefnið tengist skuldbindingum norrænu landanna í alþjóðlegu starfi.

 

Styrkir eru veittir til margs – en ekki til alls

TEG veitir ekki styrki til verkefna ef þau hafa ekki greinilegt norrænt notagildi, heldur ekki til rannsókna, eða rannsóknartengdra verkefna eða til hreins umhverfiseftirlits.

 

Fleiri spurningar?

Hikið ekki við að leita upplýsinga hjá verkefnisstjóra TEG-vinnuhópsins um hvernig hægt er að sækja um styrki.

 

Läs mer:

[Allmänna riktlinjer för ansökningar om projektmedel (ändra länk)]

[De specifika riktlinjerna för miljösektorn (ändra länk)]

Umsókn

Umsóknir skulu sendar með tölvupósti til [siggaj@us.fo]. Sendið undirritað eintak í pdf-skjali og eina útgáfu í Word-skjali. Merkið tölvupóstinn „Ansökan TEG 2019“. Umsóknarfrestur er til 18. júní 2018.

Umsækjendur eru beðnir um að senda ekki með umsókninni ferilskrá verkefnisstjóra eða annarra þátttakenda í verkefninu. Með því að senda inn umsókn samþykkir umsækjandi að Umhvørvisstovan, Naturvårdsverket og Norræna ráðherranefndin fari rafrænt með umsóknina og persónuupplýsingar sem kunna að koma fyrir í umsókn.

Tengiliður