Tímaritastyrkir Norrænu útgáfunefndarinnar um hug- og félagsvísindatímarit (NOP-HS)

27.07.18 | Fjármögnunarmöguleiki
Markmið styrkja NOP til vísindatímarita er að stuðla að miðlun viðurkenndra rannsóknarniðurstaðna á sviði hug- og félagsvísinda. NOP-HS styrkir norrænn hágæðatímarit sem stuðla að endurnýjun á sínu rannsóknarsviði.

Upplýsingar

Flokker
Styrkir
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð

Styrkirnir eru ætlaðir tímaritum sem fjalla um hug- og félagsvísindi. Tímaritin þurfa að byggja á norrænum grunni, vera ritrýnd af utanaðkomandi sérfræðingum og vera skráð reglulega í alþjóðlega gagnagrunna. Frá 2016 er gerð krafa um að rafrænt aðgengi sé að þeim tímaritum sem styrkt eru. Tímarit sem eru með opinn aðgang eru í forgangi.

Contact: Anni Järvelin/Emmie Chau  Vetenskapsrådet [nos-hs@vr.se]

Tengiliður