Vestnorræni sjóðurinn: lán til fjárfestinga

09.09.18 | Fjármögnunarmöguleiki
Vestnorræni sjóðurinn veitir lán til fjárfestinga í fyrirtækjum í Færeyjum og á Grænlandi og einnig til íslenskra fyrirtækja, svo framarlega að um sé að ræða samstarfsverkefni íslensks fyrirtækis og fyrirtækis annað hvort frá Færeyjum eða Grænlandi.

Upplýsingar

Markmið norræna þróunarsjóðsins fyrir Vestur-Norðurlönd, hér eftir kallaður Sjóðurinn, er að stuðla að framþróun alhliða, samkeppnishæfu atvinnulífi á Vestur-Norðurlöndum með því að veita lán, styrki og ábyrgðir vegna framkvæmdar verkefna sem tengjast eða gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Einungis er hægt að veita íslenskum fyrirtækjum lán, styrki eða ábyrgðir ef um er að ræða raunveruleg samstarfsverkefni milli þeirra og fyrirtækja í Færeyjum eða á Grænlandi. Sjóðurinn skal stuðla að samstarfi á sviði iðnaðar og tækni á Vestur-Norðurlöndum og milli Vestur-Norðurlanda og annarra ríkja á Norðurlöndum.

Tengiliður