Að fá prófgráður frá öðrum löndum metnar og viðurkenndar í Finnlandi

Með viðurkenningu á prófgráðu er annarsvegar átt við inntöku í nám á grundvelli prófgráðu sem lokið var í öðru landi og hins vegar við mat á námseiningum frá öðru landi til náms sem ljúka skal í Finnlandi.
Upplýsingar um faglega viðurkenningu á prófgráðum eða það hvernig hægt er að fá nám frá öðru landi viðurkennt í Finnlandi og öðlast starfsréttindi þar ef við á, eru á síðunni Fagleg viðurkenning erlendra prófgráða í Finnlandi.
Mat á erlendum prófgráðum í Finnlandi
Það er undir hverri og einni menntastofnun komið hvort námseiningar frá öðru landi verða metnar til náms þar. Samningurinn milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um aðgang að æðri menntun tryggir að allar norrænar menntastofnanir á háskólastigi viðurkenni nám sem lokið hefur verið við hinar stofnanirnar.
Viðurkenning á finnskum prófgráðum erlendis
Alþjóðlegt verklag við viðurkenningu prófgráða er að sú stofnun sem sótt er um nám við meti prófgráðu erlendis frá og þá hæfni sem hún telst veita. Yfirvöld í upprunalandi geta ekki haft bein áhrif á slíkt mat. Þó að viss almenn ákvæði séu til staðar í tilskipunum Evrópusambandsins og alþjóðasamningum er hverju landi í sjálfsvald sett hvernig ákvæðin eru túlkuð og framkvæmd og hvernig þeim skuli beitt í hverju tilviki fyrir sig. Einnig er hægt að óska eftir umsögn um finnska prófgráðu frá Fræðsluráði Finnlands (Opetushallitus). Fræðsluráð Finnlands veitir faglegan vitnisburð um finnskar prófgráður gegn gjaldi. Slíkur vitnisburður er veittur um nám sem hefur verið lokið og sem fellur undir opinbert námsskipulag í Finnlandi.
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.