Að flytja frá Finnlandi til annars lands

Þegar flutt er frá Finnlandi til annars lands er að mörgu að huga. Hér að neðan eru upplýsingar um hvernig á að tilkynna flutninga, breyta skráningu í þjóðskrá, skráningu almannatrygginga, aðild að atvinnuleysissjóði og ýmislegt sem hafa þarf í huga varðandi búslóð og farangur.
Að tilkynna flutninga í Finnlandi
Sé flutt til skemmri tíma, en þó lengur en til þriggja mánaða, þarf ávallt að tilkynna flutninga til finnsku stofnunarinnar um stafræna væðingu og lýðfræðigögn (Digi- ja väestötietovirasto) og finnsku almannatryggingastofnunarinnar (Kela). Að sjálfsögðu þarf einnig að tilkynna flutninga sem hugsaðir eru til lengri tíma.
Skráning í þjóðskrá í nýju búsetulandi
- dvalið er á Grænlandi lengur en þrjá mánuði
- dvalið er í Noregi, Danmörku, á Íslandi eða í Færeyjum lengur en sex mánuði
- dvalið er í Svíþjóð lengur en tólf mánuði
Almannatryggingar
Þá er komið að reglum sem snerta mismunandi hópa:
Skattlagning
Annað sem hafa þarf í huga
Flutt með búslóð
Upplýsingar um flutning á búslóð til nýs búsetulands eru hér fyrir neðan. Litið er á flutninga til Álandseyja sem flutninga innan Finnlands.
Flytjir þú frá Finnlandi til norræns lands eða sjálfstjórnarsvæðis sem ekki er í Evrópusambandinu (Noregs, Íslands, Færeyja eða Grænlands) þarftu að senda tollinum innflutningstilkynningu vegna búslóðarflutninga. Frjálst er að flytja með búslóð milli Evrópusambandslanda og óþarfi að tilkynna tollinum sérstaklega um slíkt.
Ökutæki
Flytjir þú til annars norræns lands með bíl eða annað ökutæki getur þú þurft að skrá ökutækið í nýja landinu. Fólk með búsetu í einu landi en tímabundna dvöl í öðru landi má nota ökutæki sem skráð er í heimalandinu að vissum skilyrðum uppfylltum. Nánari upplýsingar um þessi skilyrði eru hér fyrir neðan.Ökuskírteini
Finnskt ökuskírteini veitir ökuréttindi alls staðar á Norðurlöndum í þeim ökutækjaflokki sem merktur er á kortið. Nánari upplýsingar eru hér fyrir neðan.
Gátlisti vegna flutninga
Flytjir þú til Svíþjóðar, Noregs, Svalbarða, Danmerkur, Álandseyja eða Grænlands gætir þú haft gagn af upplýsingasíðunum hér fyrir neðan.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.