Að flytja rétt til atvinnuleysisbóta frá Finnlandi

Työttömyysvakuutuskausien siirto Suomesta
Hér er sagt frá því hvernig þú getur flutt rétt þinn til atvinnuleysisbóta með frá Finnlandi til annars lands þegar þú flytur vegna vinnu.

Flutningur bótaréttinda til annars lands

Til að tryggja rétt þinn til atvinnuleysisbóta í nýju búsetulandi og fyrirbyggja óþarfa tvíverknað getur þú flutt vinnusögu þína með þér til nýs lands frá Finnlandi. Það er gert með því að fylla út eyðublað U1, sem fæst hjá þínum atvinnuleysistryggingasjóði í Finnlandi eða hjá Kela (almannatryggingastofnun). Réttindi til að nýta samanlagðan áunninn rétt til atvinnuleysisbóta frá mismunandi löndum ná bæði til launafólks og verktaka. Þegar snúið er aftur til Finnlands að starfstímanum loknum þarf að fylla út sambærilegt eyðublað í starfslandinu.

Nánari upplýsingar veita finnska stofnunin um atvinnumál og efnahagsþróun, almannatryggingastofnun (Kela) og atvinnuleysistryggingasjóðir.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna