Að flytja til Finnlands

Tjekliste når du flytter til Sverige
Hér er sagt frá þeim ráðstöfunum sem gera þarf áður en flutt er til Finnlands og hvað gera þarf við komuna þangað. Ráðstafanir hverju sinni velta meðal annars á því hvort flutt er til skemmri eða lengri tíma.

Ef þú flytur til Finnlands þarft þú að tilkynna flutningana til ýmissa stofnana. Auk þess geta flutningar til Finnlands haft áhrif á rétt þinn til almannatrygginga og heilbrigðisþjónustu, svo og á skattlagningu.

Á þessari síðu eru ýmsar upplýsingar sem gott er að hafa til hliðsjónar ef þú hyggur á flutninga til Finnlands. Hér eru einnig upplýsingar um dvalar- og starfsleyfi í Finnlandi, búsetu, tungumálanámskeið og flutning búslóðar, bifreiðar og gæludýra til Finnlands.

Dvalar- og starfsleyfi í Finnlandi

Borgarar norrænna ríkja þurfa ekki dvalar- eða starfsleyfi til að dvelja eða starfa í öðru norrænu ríki. Þó gilda ákveðin skilyrði fyrir borgara ESB eða EES-landa utan Norðurlanda, sem og borgara annarra ríkja utan Norðurlanda, sem vilja dvelja eða starfa í Finnlandi. Nánari upplýsingar eru á síðunni Dvalar- og starfsleyfi í Finnlandi.

Að tilkynna flutninga og skrá sig í þjóðskrá í Finnlandi

Nánari upplýsingar eru á síðunni Að tilkynna flutninga og skrá sig í þjóðskrá í Finnlandi.

Einstaklingar sem flytja til Finnlands til frambúðar fá finnska kennitölu. Til þess þarf að fara í eigin persónu á skrifstofu finnsku þjóðskrárinnar og skrá sig inn í landið. Í vissum tilvikum getur fólk fengið finnska kennitölu þótt það dvelji aðeins tímabundið í landinu.

Nánari upplýsingar á síðunni Finnsk kennitala.

Almannatryggingar og heilbrigðisþjónusta

Upplýsingar um rétt til almannatrygginga á grundvelli búsetu og atvinnu eru á síðunni Almannatryggingar í Finnlandi. Upplýsingar um heilbrigðisþjónustu eru á síðunni Réttur til heilbrigðisþjónustu í Finnlandi.

Upplýsingar um reglur er snerta launafólk, námsmenn, útsenda starfsmenn, einstaklinga sem dvelja til skemmri tíma í Finnlandi og lífeyrisþega má finna hér fyrir neðan.

Launafólk

Almannatryggingar

Nánari upplýsingar á síðunni Almannatryggingar þegar komið er til starfa í Finnlandi.

Atvinnuleysissjóður

Athugaðu einnig að launafólk á ávallt aðild að atvinnuleysissjóði í því landi sem starfað er í. Það þýðir að þú getur ekki átt áfram aðild að atvinnuleysissjóði í heimalandi þínu, hafir þú flutt til annars lands vegna vinnu.

Þegar þú flytur skaltu strax hafa samband við atvinnuleysissjóð í þínum geira. Nánari upplýsingar eru á síðunni Atvinnuleysissjóðir og stéttarfélög í Finnlandi.

Námsmenn

Námsmenn sem eiga rétt á námsstyrk frá heimalandi sínu fá hann greiddan áfram þótt þeir flytji til Finnlands. Upplýsingar um heilbrigðisþjónustu námsmanna eru á síðunni Veikindi á námstíma í Finnlandi.

Stundi námsmaðurinn vinnu meðfram náminu á hann allajafna rétt til almannatrygginga þess lands sem unnið er í, ef lágmarksskilyrði viðkomandi lands um starfshlutfall eru uppfyllt. Sama á við um fræðimenn sem þiggja starfslaun og eru í launaðri vinnu samhliða fræðastörfunum.

Útsendir starfsmenn

Starfsmenn sem sendir eru til Finnlands frá öðrum norrænum löndum eiga áfram rétt til almannatrygginga frá heimalandinu. Nánari upplýsingar eru á Your Europe, þjónustuvefsvæði Evrópusambandsins, og hjá almannatryggingastofnun í þínu búsetulandi.

Atvinnulaust fólk í atvinnuleit

Atvinnulaust fólk frá aðildarlöndum ESB og EES heldur atvinnuleysisbótum frá brottfararlandi sínu í lengsta lagi í þrjá mánuði eftir að komið er til Finnlands í atvinnuleit. Nánari upplýsingar eru á síðunni Atvinnuleit í Finnlandi.

Tímabundin dvöl í Finnlandi

Einstaklingar sem dvelja tímabundið í Finnlandi án atvinnu eiga ekki rétt á bótum eða öðru frá Kela. Þeir eiga þó rétt á heilbrigðisþjónustu meðan þeir dvelja í Finnlandi.

Nánari upplýsingar um rétt til heilbrigðisþjónustu í Finnlandi.

Lífeyrisþegar

Skattlagning

Upplýsingar um skattlagningu í Finnlandi eru á síðunni Skattar í Finnlandi.

Mundu að tilkynna skattyfirvöldum í heimalandi þínu um tekjur erlendis frá. Skattyfirvöld í heimalandi þínu veita allar upplýsingar varðandi millilandaflutninga og skattframtöl. 

Á norrænu skattagáttinni, Nordisk eTax, eru líka gagnlegar upplýsingar um skattlagningu í norrænu löndunum á öllum fimm tungumálum norrænu ríkjanna. Á skattagáttinni er fjallað um millilandaflutninga við mismunandi aðstæður og þar má finna upplýsingar ætlaðar námsmönnum, launafólki og lífeyrisþegum, auk þeirra sem eiga eignir í öðru norrænu landi. 

Húsnæðismál

Upplýsingar um búsetuform, húsnæðisleit og húsnæðisstyrk eru á síðunni Búseta í Finnlandi.

Annað sem hafa þarf í huga

Flutt með búslóð

Svör við spurningum varðandi búslóðaflutninga er að finna á síðunni Tollareglur í Finnlandi.

Ökutæki og ökuskírteini

Fjallað er um innflutning og skráningu ökutækja á síðunni Ökutæki í Finnlandi. 

Ökuskírteini sem gefið er út í öðru norrænu landi er einnig gilt í Finnlandi. Nánari upplýsingar eru á síðunni Ökuréttindi í Finnlandi.

Tungumálanámskeið í Finnlandi

Byrjenda- og framhaldsnámskeið í finnsku eru í boði um allt landið, til dæmis í símenntastofnunum og lýðskólum sem eru í langflestum sveitarfélögum Finnlands. Nánari upplýsingar eru á síðunni Tungumálanámskeið í Finnlandi.

Bankareikningur og húsnæðislán

Upplýsingar um það að opna bankareikning og um kjör húsnæðislána eru á síðunni Bankareikningur í Finnlandi.

Kaup á vöru og þjónustu

Upplýsingar um síma- og internetþjónustu og rafmagnsþjónustu í Finnlandi eru á síðunni Kaup á vöru og þjónustu í Finnlandi.

Nánari upplýsingar

Hafið samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna