Að sækja um nám á háskólastigi í Finnlandi

Haku korkea-asteen koulutukseen Suomessa
Hér er sagt frá því hvernig sækja skal um nám í háskóla og iðnháskóla í Finnlandi.

Nánari upplýsingar um háskólanám í Finnlandi eru á síðunni Nám á háskólastigi í Finnlandi.

Umsókn um nám á finnsku og sænsku (iðnháskóla og háskóla) fer fram að vori og hausti í sameiginlegri rafrænni umsóknalotu á vefsvæðinu Studyinfo. Norræni samningurinn um aðgang að æðri menntun tryggir öllum norrænum ríkisborgurum umsóknarrétt til náms við opinberar háskólastofnanir í öðrum norrænum löndum á sömu eða sambærilegum forsendum og heimamönnum. 

Margar námsleiðir á meistarastigi, einkum þær enskumælandi, eru þó ekki inni í sameiginlega umsóknakerfinu heldur þarf að sækja um þær gegnum viðkomandi skóla. 

Ekki er víst að umsækjendur verði boðaðir sérstaklega í inntökupróf, heldur þurfa þeir sjálfir að leita sér upplýsinga um stað og stund prófs. Þær upplýsingar er yfirleitt auðvelt að finna á heimasíðum skólanna.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna