Aðgangur að háskólamenntun í Danmörku

Optagelse på højere videregående uddannelse i Danmark
Hér er að finna upplýsingar um aðgang að háskólamenntun í Danmörku.

Norrænir ríkisborgarar eiga sama rétt til að sækja um nám og danskir ríkisborgarar. Umsækjendur með erlend prófskírteini þurfa þó að sækja um í síðasta lagi 15. mars kl. 12.00.

Námspláss skiptast milli tveggja kvóta: „kvóta 1" og „kvóta 2". Norrænir ríkisborgarar eru metnir bæði í kvóta 1 og kvóta 2.

  Kvóti 1: Umsóknir fólks með stúdentspróf

  Í kvóta 1 er liggur meðaleinkunn þess prófs sem til þarf til að sækja um inngöngu til grundvallar. Metin er fyrsta meðaleinkunn. Því eru einkunnir sem nemendur fá úr námi sem bætt er við seinna ekki teknar með þegar reiknuð er meðaleinkunn í kvóta 1.

  Þó að einstaklingur hafi bætt meðaleinkunn með viðbótarnámi eftir stúdentspróf, er eingöngu tekið mið af sjálfu stúdentsprófinu (eða öðru prófi sem veitir aðgang að æðra námi) þegar sótt er um inngöngu í æðra nám.

  Viðbótarnám má í einhverjum tilvikum nýta til að uppfylla kröfur í einstökum fögum.

  Kvóti 2: Umsókn byggð á fyrri menntun og annarri reynslu

  Í kvóta 2 er einstaklingur metinn út frá uppsafnaðri reynslu og námi, sem getur verið starfsreynsla, viðbótarnám, dvöl á lýðháskóla og annað sambærilegt háð stofnun eða námsleið.

  Viðbótareiningar

  Ef einstaklingur hefur tekið námskeið í einni námsleið, getur hann sótt um að fá eitt eða fleiri fög metin sem hluta af nýju námi.

  Alltaf skal spyrjast fyrir á námstaðnum.

  Nánari upplýsingar

  Spurning til Info Norden

  Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

  ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

  Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
  Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna