Æðri menntun á Grænlandi

Á Grænlandi er hægt að sækja um æðri menntun að loknu stúdentsprófi (GUX). Á Grænlandi er greint á milli þriggja menntaleiða á háskólastigi: stuttrar, meðallangrar og langrar æðri menntunar.
Hluti þeirra stuttu æðri menntunar sem stendur til boða eru svonefndar „akademiuddannelser“ (AU), sem undirbúa námsmenn til ákveðinna starfa, til dæmis innan verslunar, fjármála, stjórnsýslu, tölvutækni, flutninga/skipulags og þjónustu. Einnig er í boði leiðsögumannanám með sérstaka áherslu á ferðamennsku á norðurslóðum, leiklistarnám og eins árs nám í listum.
Þær styttri námsleiðir sem í boði eru á Grænlandi eru ýmist kenndar í skóla eða gegnum verknám. Almennt er það inntökuskilyrði að hafa lokið GUX eða öðru grunnnámi en hægt er að gera undantekningu frá því ef viðkomandi er með tengda starfsreynslu eða stenst inntökupróf.
Stutt æðri menntun er í boði hjá eftirfarandi stofnunum:
- Campus Kujalleq í Qaqortoq
- INUILI, Matvælaskólinn í Narsaq
- Niuernermik Ilinniarfik, Viðskiptaskóli Grænlands í Nuuk
- Imarsiornermik Ilinniarfik, Sjávarútvegsmiðstöð Grænlands
- Nunatta Isiginnaartitsinermik Ilinniarfia, Leiklistarskóli Grænlands
- Nunatsinni Eqqumiitsuliornermik Ilinniarfik, Listaskóli Grænlands
Á Grænlandi er hægt að stunda bakkalárnám (B.A: eða B.Sc.) við ýmsar námsleiðir sem sameina bókleg fræði og verkmiðað nám og eru með innbyggt starfsnám í námsferlinu. Bakkalár til starfsréttinda er hnitmiðað nám fyrir ákveðnar starfsgreinar, til dæmis kennaranám, hjúkrunarfræði, blaðamennsku, félagsráðgjöf, túlkun, lyfjafræði og svo framvegis.
Meðallöng æðri menntun stendur til boða hjá:
- Ilisimartusarfik, Háskóli Grænlands í Nuuk
- Niuernermik Ilinniarfik, Viðskiptaskóli Grænlands í Nuuk
- KTI í Sisimiut
- Kennaraháskóli félagskennslufræða í Ilulissat
Löng æðri menntun á Grænlandi samanstendur af bakkalár- og meistaranámi hjá Ilisimartusarfik, Háskóla Grænlands í Nuuk. Bakkalárinn (B.A./B.Sc.-próf) er breitt grunnnám í bóklegum fögum og margir velja því að halda áfram í meistaranám til þess að sérhæfa sig á sínu sviði.
Bakkalár- og meistaranám er aðeins í boði hjá Ilisimartusarfik, Háskóla Grænlands í Nuuk.
Þar eru B.A./B.Sc-námsleiðir í:
- Viðskiptafræði
- Blaðamennsku
- Lögfræði
- Menningar- og samfélagssögu
- Kennslu
- Þýðingum og túlkun
- Samfélagsfræði
- Félagsráðgjöf
- Tungumálum, bókmenntum og fjölmiðlum
- Hjúkrunarfræði
- Guðfræði
Meistaranám í:
- Menningar- og samfélagssögu
- Samfélagsfræði
- Tungumálum, bókmenntum og fjölmiðlum
Auk þess býður Rannsóknarmiðstöð Grænlands í loftslagsmálum upp á námskeið á grunnháskólastigi í náttúruvísindum.
Háskóli Grænlands, Ilisimatusarfik, býður upp á þriggja ára doktorsnám á eftirfarandi sviðum:
- Norðurskautsnám – kennslufræði og menntavísindi
- Norðurskautsnám – heilbrigðis- og samfélagsmál
- Norðurskautsnám – menning, tungumál og samfélagsmál
Náttúrufræðistofnun Grænlands, Pinngortitaleriffik, auglýsir ár hvert styrki til doktors- og postdoc-náms til ungs fólks úr öllum helstu vísindagreinum. Styrkirnir eru veittir með fjárveitingu frá grænlenskum stjórnvöldum og danska skattinum. Styrkjunum er ætlað að efla danskt-grænlenskt rannsóknasamstarf og þróun rannsókna og laða ungt fólk til rannsóknastarfa á Grænlandi.
Háskóli Grænlands, Ilisimatusarfik, býður einnig upp á nokkrar námsleiðir í framhaldsnámi að loknu bakkalár- eða kandídatsnámi. Eftirfarandi námsleiðir eru í boði:
- Einstök fög
- Meistaranám í blaðamennsku
- Meistaranám í kennslufræði, mismunandi menningarheimum og breytingaferlum
- Diplómanám í sérfræðihjúkrun á norðurslóðum
- Diplómanám í sérkennslu
- Sérnám: bráðahjúkrun
- Sérnám: svæfingahjúkrun
- Kennslufræði háskóla
- Klínísk leiðsögn
- Námskeið frá menntavísindastofnun
- Prestsnám
Norrænir ríkisborgarar sem vilja stunda nám á Grænlandi
Norrænir ríkisborgarar geta stundað nám á Grænlandi til jafns við grænlenska námsmenn. Hægt er að sækja um nám án endurgjalds í grænlenskum menntastofnunum.
Athugið þó að fyrir sumar námsleiðir er krafist kunnáttu í grænlensku. Oft fer þetta eftir kennaranum. Nánari upplýsingar um tungumálakröfur veitir viðkomandi menntastofnun.
Það borgar sig einnig að kanna hvaða kröfur eru í gildi varðandi viðurkenningu á núverandi menntun þinni á Grænlandi og á grænlenskri menntun þinni erlendis.
Fjárhagsaðstoð við námsfólk á Grænlandi
Ákveðin skilyrði gilda fyrir veitingu námsstyrks á Grænlandi. Viðkomandi á að vera:
- Danskur ríkisborgari
- Búsett/ur á Grænlandi
- Skráð/ur í háskólanám og virk/t/ur í námi
Danskir og færeyskir námsmenn uppfylla kröfurnar ef þeir eru búsettir á Grænlandi og virkir í námi. Uppfylli viðkomandi ekki kröfurnar er mögulegt að sækja um undanþágu, ef hægt er að sýna fram á sérstaka tengingu við Grænland.
Í flestum tilfellum er í staðinn hægt að fá námsstyrk frá eigin heimalandi.
Stúdentagarðar á Grænlandi
Í öllum námsbæjum á Grænlandi eru stúdentagarðar. Stúdentagarðarnir eru undir umsjón hverrar menntastofnunar fyrir sig.
Í Nuuk eru flestir stúdentagarðar undir umsjón sameiginlegrar skrifstofu stúdentagarða (KAF).
Þegar þér býðst námspláss á Grænlandi getur þú fengið leiðsögn í því að sækja um á stúdentagarði hjá skrifstofu þinnar námsstofnunar.
Inntaka í grunnnám
Til þess að fá inngöngu í bakkalárnám er þess að lágmarki krafist að viðkomandi hafi lokið og staðist undirbúningsnám (GUX-próf). Fyrir flestar námsleiðir eru þó einnig gerðar kröfur um meðaleinkunn, námsbraut, einkunnir í tilteknum greinum og fleira í þeim dýr.Oftast er einnig gerð krafa um færni í grænlensku, dönsku og ensku.
Háskólinn getur leyft umsækjendum að sækja um aðgöngu á öðrum forsendum en aðgangskröfur gera ráð fyrir ef umsækjandi býr yfir samsvarandi faglegri hæfni og háskólinn telur að umsækjandi geti lokið náminu.
Sérstök aðferð er notuð við inntöku í hjúkrunarfræði þar sem umsækjendum er skipt í tvo hópa. Fyrri hópurinn, sem samanstendur af 70 prósentum umsækjenda, er metinn á grundvelli rökstuddra umsókna og meðaleinkunnar á GUX-prófi. Seinni hópurinn, 70 prósent, er metinn samkvæmt öðrum þáttum.
Séu hæfir umsækjendur fleiri en sem nemur lausum skólaplássum eru umsækjendur teknir út frá mati háskólans á hæfni þeirra, fyrst lokaeinkunnum úr framhaldsskóla og því næst hæfni þeirra í grænlensku og dönsku auk raunfærni.
Sótt er um rafrænt í gegnum Sullissivik. Fyrir sumar námsleiðir kunna einnig að vera haldin inntökupróf. Nánari upplýsingar um mismunandi aðgangskröfur er að finna í lýsingum viðkomandi námsleiða.
Erlent próf sem samsvarar grænlensku eða dönsku prófi getur veitt aðgang. Hægt er að umreikna einkunnir og próf í prófaskrá mennta- og rannsóknarráðuneytisins.
Á sumum námsleiðum er gerð krafa um lágmarkseinkunn í tilteknum greinum. Nánari upplýsingar er að finna í lýsingum viðkomandi námsleiða..
Umsóknarfrestur fyrir allar námsleiðir er 1. mars. Nám hefst í september.
Aðgangur að kandidatsnámi
Til þess að fá aðgang til að skrá sig sem nema í kandidatsnámi í Ilisimatusarfik þarf viðkomandi námsmaður að vera með B.A.-próf frá sama skóla eða öðrum háskóla sem viðurkenndur er.
Inntaka í framhaldsnám
Almennt er farið fram á viðeigandi kandidatsnám eða annað grunnnám auk starfsreynslu til að fá aðgang að meistara- og diplómanámi í Ilisimatusarfik.
Kandidatsgráða eða bakkalárgráða í guðfræði frá Ilisimatusarfik er forsenda þess að fá inngöngu í prestsnámið.
Skiptinám á Grænlandi
Viljir þú taka eina önn í Nuuk býður Ilisimatusarfik, Háskóli Grænlands, upp á námspláss fyrir skiptinema. Í boði eru námskeið á dönsku, grænlensku og ensku. Skiptinemar hvarvetna að úr heiminum geta fengið námspláss en norrænir ríkisborgarar geta sótt um í gegnum Erasmus+ eða Nordplus, sem gefur forgang. Hafðu samband við námsráðgjafa í eigin háskóla til þess að fá ráðgjöf varðandi skiptiáætlanir og viðurkenningu.
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.