Almannatryggingar í Svíþjóð

Almannatryggingin er í flestum löndum sú trygging sem gefur rétt á félagslegu öryggi í formi sjúkradagpeninga, atvinnuleysisbóta, eftirlauna, heilbriðiskerfis og barnabóta. Það er mismunandi eftir löndum hvaða réttindi eru innifalin, í hve miklum mæli og hvernig þau eru fjármögnuð.
Meginreglan er sú að þú ávinnur þér rétt til almannatrygginga í því landi sem þú starfar óháð því hvar þú býrð. Einstaklingar sem búa í Svíþjóð en starfa í öðru norrænu landi ávinna sér rétt til almannatrygginga í því landi sem þeir starfa, en ekki í almannatryggingakerfi Svíþjóðar, þrátt fyrir að búa þar.
Að eiga aðild að almannatryggingum í tilteknu landi felur í sér rétt til félagslegra greiðslna í viðkomandi landi.
Almannatryggingar veita fjárhagslega aðstoð fjölskyldum og börnum, einstaklingum með fötlun og einnig þeim sem veikjast, verða fyrir vinnuslysum eða öldruðum.
Í Svíþjóð fara tryggingastofnun, Försäkringskassan og eftirlaunastofnunin, Pensionsmyndigheten með almannatryggingar.
Alltaf skal kanna hvaða land ber ábyrgð á almannatryggingum, sjúkratryggingum, fjölskyldubótum og ellilífeyri, þegar flutt er til, búið eða starfað í öðru norrænu ríki.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.