Almannatryggingar í Svíþjóð

Social sikring i Sverige
Hvað eru almannatryggingar? Hvar á einstaklingur aðild að almannatryggingum? Hvaða stjórnvöld sjá um almannatryggingar í Svíþjóð?

Að eiga aðild að almannatryggingum í tilteknu landi felur í sér rétt til félagslegra greiðslna í viðkomandi landi. Meginreglan er að einstaklingur á aðild að almannatryggingum í því landi sem hann starfar.

Almannatryggingar veita fjárhagslega aðstoð fjölskyldum og börnum, einstaklingum með fötlun og einnig þeim sem veikjast, verða fyrir vinnuslysum eða öldruðum.

Í Svíþjóð fara tryggingastofnun, Försäkringskassan og eftirlaunastofnunin, Pensionsmyndigheten með almannatryggingar.

Alltaf skal kanna hvaða land ber ábyrgð á almannatryggingum, sjúkratryggingum, fjölskyldubótum og ellilífeyri, þegar flutt er til, búið eða starfað í öðru norrænu ríki.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna