Almannatryggingar í Svíþjóð þegar unnið er í öðru landi

Social sikring når du arbejder i udlandet
Hér er að finna upplýsingar sem varða veikindi og atvinnuleysi fólks sem stundar vinnu í Svíþjóð en á heima í öðru norrænu ríki.

Ef einstaklingur á heima í Svíþjóð en velur að setjast að eða starfa í öðru norrænu ríki, getur það haft áhrif á almannatryggingar.

Einstaklingur er venjulega tryggður í því landi sem hann er búsettur í. En einstaklingur sem starfar í öðru norrænu ríki er yfirleitt tryggður í viðkomandi landi, ekki búsetulandi.

Ef einstaklingur hefur störf í öðru norrænu ríki, skal viðkomandi hafa samband við Försäkringskassan í Svíþjóð og tryggingastofnunina í hinu landinu til þess að fá nánari upplýsingar um almannatryggingar ef unnið er í öðru landi. Í ESB/EES-löndum gilda sameiginlegar reglur um almannatryggingar sem fela í sér að einstaklingur getur átt rétt til almannatrygginga frá því ríki sem starfað er í.

Að eiga heima í Svíþjóð en stunda vinnu í öðru landi

Ef þú býrð í Svíþjóð en stundar vinnu í öðru norrænu landi áttu yfirleitt aðild að almannatryggingum í starfslandinu.

Almannatryggingar fela til dæmis í sér sjúkratryggingu, fæðingarorlof, fjölskyldubætur, atvinnuleysisbætur og eftirlaunaréttindi. Greiðslur til almannatrygginga eru inntar af hendi í því landi sem viðkomandi er almannatryggður.

Einstaklingur er sendur til annars lands af atvinnurekanda eða starfar í tveimur eða fleiri löndum

Einungis er hægt að eiga aðild að almannatryggingum í einu landi í einu. Einstaklingur er venjulega tryggður í því landi sem hann er búsettur í. Ef þú býrð í Svíþjóð en stundar vinnu í öðru norrænu landi er meginreglan þó sú að þú eigir yfirleitt aðild að almannatryggingum í starfslandinu.

Undantekningar geta þó verið ef einstaklingur er til dæmis sendur til vinnu í öðru landi af atvinnurekanda, ef hann stundar vinnu í tveimur eða fleiri löndum samtímis eða er í leyfi. Ef viðkomandi er sendur til vinnu í öðru landi af atvinnurekanda, starfar í fleiri löndum eða er í leyfi, skal viðkomandi hafa meðferðis eyðublað A1 (Danmörk og Finnland) eða E 101 (Ísland og Noregur), þar sem fram kemur í hvaða landi viðkomandi er almannatryggður. Eyðublöðin fást hjá Försäkringskassan.

Einstaklingur sem stundar vinnu í öðru landi veikist

Ef einstaklingur sem býr í Svíþjóð en starfar annarsstaðar veikist á hann rétt á umönnun í starfslandi en einnig í Svíþjóð.

Til þess ða fá ummönnunin í Svíþjóð skal óska eftir eyðublaði S1 frá almannatryggingum starfslandsins og skrá það hjá Försäkringskassan.

Einstaklingur sem ferðast til vinnu verður atvinnulaus

Ef einstaklingur sem býr í Svíþjóð en hefur ferðast til vinnu í öðru norrænu ríki verður atvinnulaus skal hann skrá sig hjá vinnumiðlun í Svíþjóð og einnig sækja um atvinnuleysisbætur frá Svíþjóð (a-kasse). Sænski atvinnuleysistryggingasjóðurinn mun taka tillit til tekna viðkomandi í hinu norræna ríkinu.

Hægt er að staðfesta starf í öðru norrænu ríki með PDU1 eyðublaði. Þetta eyðublað er notað þegar einstaklingur sækir um inngöngu í sænskan atvinnuleysistryggingasjóð og vill láta meta trygginga- og starfstímabil í öðru norrænu ríki.

Ef viðkomandi vill halda áfram að starfa í starfslandi, getur hann einnig skráð sig hjá vinnumiðlun þar en skal halda áfram að gefa skýrslu til sænska stjórnvaldsins, Arbetsförmedlingen.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna