Almannatryggingar þegar flutt er til eða frá Svíþjóð

Social sikring ved flytning til og fra Sverige
Hér er að finna reglur um almannatryggingar þegar flutt er til eða frá Svíþjóð.

Almannatryggingar þegar þú flytur til Svíþjóðar

Þegar þú flytur til Svíþjóðar eru almannatryggingar háðar því hvort þú hefur störf í Svíþjóð eða heldur áfram að vinna í heimalandinu því almannatryggingar fylgja almennt starfslandinu.

Ef þú hefur störf í Svíþjóð og starfa einungis þar ertu almannatryggð/ur þar í landi.

Ef þú heldur áfram að vinna í heimalandinu ertu hins vegar áfram í almannatryggingakerfinu þar.

Ef þú starfar bæði í heimalandinu og í Svíþjóð verður aðeins flóknara að skera úr um hvar þú átt aðild að almannatryggingum. Fáðu nánari upplýsingar hjá Försäkringskassan eða almannatryggingastofnun í heimalandinu um almannatryggingar þegar starfað er í fleiri en einu landi.

Almannatryggingar þegar þú flytur frá Svíþjóð

Ef þú flytur úr landi til þess að vinna og ert ekki lengur með lögheimili í Svíþjóð ertu heldur ekki skráð/ur þar í þjóðskrá. Þá áttu heldur ekki rétt á almannatryggingum í Svíþjóð þegar þú ferð þangað í fríum.

Ef þú ætlar að flytja frá Svíþjóð ættirðu að kanna hjá Försäkringskassan hvaða bótaréttur flyst með milli landa og hvaða rétt þú þarft að ávinna þér í nýja landinu.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna