Almannatryggingar þegar komið er til starfa í Finnlandi

Sosiaaliturva, kun aloitat Suomessa työskentelyn
Hér er sagt frá því hvenær þú átt rétt á finnskum almannatryggingum vegna vinnu í Finnlandi. Einnig er sagt frá því í hvaða tilvikum þú átt rétt á almannatryggingum í heimalandinu þótt þú vinnir í Finnlandi.

Hyggstu flytja til Finnlands vegna vinnu?

Flutningar til Finnlands vegna vinnu veita að jafnaði rétt til finnskra almannatrygginga frá upphafi vinnutímabils. Þú átt þó aðeins rétt á almannatryggingum þá mánuði sem tekjur hafa numið tiltekinni lágmarksupphæð (696,60 evrur á mánuði árið 2019).

Skorið er úr um rétt á almannatryggingum og bótum frá Kela á grundvelli umsóknar.

Flytur maki eða barn með þér til Finnlands?

Flytjir þú varanlega til Finnlands vegna vinnu og takir með þér maka og/eða börn undir lögaldri sem ekki stunda vinnu, geta fjölskyldumeðlimir þínir átt rétt á bótum og öðrum almannatryggingagreiðslum frá Kela ef líta má svo á að þau hafi fasta búsetu í Finnlandi.

Ef foreldrar barns undir lögaldri vinna í sitthvoru landinu heyrir barnið undir almannatryggingar í sínu búsetulandi.

Starfar þú í Finnlandi en býrð í öðru norrænu landi?

Búir þú í öðru norrænu landi og hefjir störf í Finnlandi gilda sömu reglur um almannatryggingar fyrir þig og annað fólk sem hefur störf i Finnlandi.

Starfar þú samtímis í Finnlandi og einhverju öðru landi?

Starfi fólk samtímis í fleiri en einu landi er það vanalega tryggt í búsetulandinu. 

Starfar þú tímabundið í Finnlandi fyrir erlendan vinnuveitanda?

Þegar vinnuveitendur í öðrum norrænum löndum senda starfsmenn til Finnlands vegna tímabundinna verkefna Nánari upplýsingar veitir almannatryggingastofnun í þínu búsetulandi.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna