Atvinna í Noregi

Ef þú ert að íhuga að sækja um vinnu í Noregi er ýmislegt sem hafa þarf í huga, svo sem hvar hægt er að finna vinnu, starfsleyfi, skatta, almannatryggingar og réttindi á vinnumarkaði. Hér að neðan finnur þú gátlista með því mikilvægasta sem þarf að vita þegar sótt er um vinnu í Noregi.
Atvinnuleyfi í Noregi
Norrænum ríkisborgurum (dönskum, finnskum, íslenskum, norskum og sænskum) er frjálst að búa og starfa í Noregi án þess að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi. Ef þú ert ríkisborgari annars lands gilda aðrar reglur eftir því hvort þú ert ríkisborgari EES- eða ESB-ríkis eða ekki. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðum Info Norden.
Atvinnuleit í Noregi
Þú finnur upplýsingar um atvinnuleit í Noregi á vefsíðum Info Norden. Þú getur einnig lesið þér til um atvinnuleit á opinberu upplýsingasíðunni Work in Norway.
Atvinnuleit í Noregi á atvinnuleysisbótum frá heimalandinu
Ef þú þiggur atvinnuleysisbætur frá öðru landi í ESB eða EES getur þú haldið áfram að þiggja þær í þrjá mánuði á meðan þú leitar þér að vinnu í Noregi. Nánari upplýsingar eru á vefsíðum Info Norden.
Löggilding starfa í Noregi
Löggildingu þarf til að starfa innan tiltekinna starfsgreina í Noregi. Nánari upplýsingar um þetta eru á vefsíðum Info Norden.
Launa- og starfskjör í Noregi
Almennar upplýsingar um réttindi á vinnumarkaði í Noregi eru á vefsíðum Info Norden. Einnig er hægt að lesa um launa- og starfskjör í Noregi á vefsíðum vinnueftirlitsins (Arbeidstilsynet).
Skattar við störf í Noregi
Þegar þú byrjar að vinna í Noregi þarftu að vera með skattkort og norska kennitölu: tímabundna kennitölu (d-númer) eða kennitölu með fæðingardegi (fødselsnummer). Þú finnur upplýsingar um kennitölur, skatthlutföll og skattskil hjá skattyfirvöldum (Skatteetaten). Þú getur einnig nálgast almennar upplýsingar um skatta á dönsku, finnsku, íslensku og sænsku á vefgáttinni Nordisk eTax, sem skattyfirvöld á Norðurlöndum halda úti í sameiningu.
Almannatryggingar í Noregi
Þegar flutt er til Noregs er meginreglan sú að tilheyra þarf norska almannatryggingakerfinu. Í sumum tilfellum er einstaklingur þó tryggður af almannatryggingum í hinu landinu, til dæmis þegar um er að ræða útsenda starfsmenn eða ef einnig er starfað í öðru landi en Noregi.
Reglur þess lands sem einstaklingur er tryggður í gilda um ýmis svið, til dæmis:
Starfað eða búið í öðru norrænu landi
Í sumum aðstæðum þarf að huga sérstaklega að sköttum og almannatryggingum. Það á við:
- Ef þú býrð í Noregi en starfar annars staðar á Norðurlöndum
- Ef þú býrð annars staðar á Norðurlöndum en starfar í Noregi
Almannatryggingar
Meginreglan er sú að þú tilheyrir almannatryggingakerfi landsins sem þú starfar í. Ef þú starfar í tveimur norrænum löndum er meginreglan sú að þú tilheyrir almannatryggingakerfi landsins sem þú býrð í ef þú starfar lengur í því landi. Ef þú ert ekki viss um hvaða almannatryggingakerfi þú tilheyrir skaltu hafa samband við norsku vinnumála- og velferðarstofnunina (NAV).
Ef þú stafar í tveimur löndum þarftu að athuga að vinnuveitendur þínir þurfa að meginreglunni til að greiða tryggingagjöld til þess lands þar sem þú ert tryggður af almannatryggingum.
Skattar
Nánari upplýsingar um skattaumhverfi fyrir vinnuferðalanga er að finna á Nordisk eTax-vefgáttinni sem skattyfirvöld á Norðurlöndum halda úti í sameiningu.
Stéttarfélög
Nánari upplýsingar um stéttarfélög í Noregi er að finna á vefsíðum Info Norden.
Sumarstörf fyrir ungmenni
Nordjobb útvegar íbúum Norðurlanda og Evrópusambandsins á aldrinum 18 til 30 ára sumarvinnu. Krafa er gerð um að kunna dönsku, norsku eða sænsku.
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.