Atvinnuleit annars staðar en í Finnlandi á finnskum atvinnuleysisbótum

Työnhaku ulkomailla
Hér er sagt frá þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla til að fólk geti þegið atvinnuleysisbætur frá Finnlandi meðan leitað er að vinnu í öðru norrænu landi.

Helstu upplýsingar um stuðning við atvinnulausa í Finnlandi eru hér:

Finnskir atvinnuleysisdagpeningar vegna atvinnuleitar í öðru landi?

Atvinnulaust fólk í atvinnuleit getur, að vissum skilyrðum uppfylltum, fengið finnska atvinnuleysisdagpeninga greidda til atvinnuleitar í öðru ESB- eða EES-landi. Atvinnulaust fólk í atvinnuleit heldur rétti sínum til atvinnuleysisdagpeninga frá Finnlandi í allt að þrjá mánuði meðan það leitar að vinnu á Evrópusambandssvæðinu.

Þá er skilyrði að hinn atvinnulausi hafi dvalið í Finnlandi í minnst fjórar vikur og leitað þar að vinnu áður en haldið var til annars lands. Fólk sem þegar hefur fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisdagpeninga í Finnlandi getur ekki fengið þá greidda vegna atvinnuleitar í öðru landi. Finnskur vinnumarkaðsstyrkur er ekki greiddur vegna atvinnuleitar í öðru landi.

Áður en haldið er frá Finnlandi þarf hinn atvinnulausi að leita til finnsku almannatryggingastofnunarinnar Kela eða atvinnuleysistryggingasjóðs og fá vottorð upp á rétt sinn til atvinnuleysistrygginga í Finnlandi (eyðublað U2). Þegar komið er til landsins þar sem leita á að vinnu þarf hann svo að skrá sig hjá einhverri atvinnumiðlun innan viku frá komunni til landsins.

Hafi viðkomandi ekki fengið vinnu að þremur mánuðum liðnum þarf hann að snúa aftur til Finnlands eða missa að öðrum kosti rétt sinn á atvinnuleysisdagpeningum frá Finnlandi.

Nánari upplýsingar veita finnska stofnunin um atvinnumál og efnahagsþróun, almannatryggingastofnun (Kela) og Samband finnskra atvinnuleysissjóða.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna