Atvinnurekstur í Finnlandi

Söka jobb på Åland
Hér getur þú lesið þér til um það að stofna og reka fyrirtæki, ráða starfsfólk og stunda verslun í Finnlandi.

Á vefsvæði Norden Business er safn tengla með upplýsingum um hvernig á að stofna og reka fyrirtæki á Norðurlöndum og standa að ráðningarmálum. Á vefsvæðinu eru einnig upplýsingar um það að eiga í viðskiptum, flytja varning og ráða starfsfólk á milli Norðurlanda.

Á vefgáttinni Your Europe er hægt að kynna sér nánar þær reglur sem gilda þegar fyrirtæki er stofnað í öðru ESB- eða EES-landi. Enterprise Europe Network er tengslanet aðila sem geta aðstoðað í málum er varða evrópskan markað.

Að stofna fyrirtæki í Finnlandi

Á þjónustuvefnum Suomi.fi og vefsvæðinu Yrittäjät er mikið af upplýsingum um stofnun fyrirtækja.

Finnskt fyrirtæki á Norðurlöndum

Ef þú hefur stofnað fyrirtæki í Finnlandi og vilt færa út kvíarnar til fleiri landa skaltu kynna þér þjónustuvefinn Team Finland. Þar hefur verið safnað saman upplýsingum um alla aðila með fjármögnun frá hinu opinbera sem veita þjónustu á sviði alþjóðavæðingar. Þurfir þú ráð í tengslum við alþjóðavæðingu veitir ráðgjafarþjónusta Business Finland ráðleggingar á ólíkum sviðum alþjóðavæðingar í samræmi við þarfir viðskiptavinar og vaxtarstig fyrirtækis.

Landamæraþjónustan á Norðurkollu veitir ráðgjöf atvinnurekendum í Finnlandi sem vilja færa út kvíarnar til Svíþjóðar eða Noregs.

Hafðu samband við viðeigandi yfirvöld

Ef þig vantar upplýsingar um stofnun fyrirtækis eða atvinnurekstur í Finnlandi skaltu byrja á að kynna þér þjónustuvefinn Suomi.fi.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna