Bætur vegna fráfalls aðstandenda í Finnlandi

Kuolemantapauksessa maksettavat Suomen etuudet
Hér er sagt frá fjölskyldulífeyri vegna fráfall aðstandenda í Finnlandi. Þær upplýsingar sem hér koma fram eiga einnig við Álandseyjar.

Hægt er að fá greiddan fjölskyldulífeyri frá finnsku almannatryggingastofnuninni (Kansaneläkelaitos eða Kela) vegna fráfalls aðstandanda. Lífeyririnn er greiddur ekkjum, ekklum og börnum látinna einstaklinga. Fleiri stofnanir en Kela og lífeyrissjóðir greiða fjölskyldulífeyri, t.d. vátryggingafélög. Fjölskyldulífeyrir er fjárhagsstuðningur við fjölskylduna.

Hafi látinn einstaklingur verið almannatryggður í Finnlandi er unnt að greiða ekkju/ekkli og börnum fjölskyldulífeyri þó að þau búi í öðru landi.

Lífeyrir fyrir ekkjur og ekkla

Stofnanir um starfstengdan lífeyri greiða ekkjum og ekklum bætur óháð aldri. Lífeyrir ekkna og ekkla ræðst af þeim starfstengdu lífeyrisréttindum sem látinn maki aflaði sér sem launþegi eða sjálfstætt starfandi. Eigin tekjur kunna að koma til skerðingar slíkra bóta. Hægt er að þiggja fjölskyldulífeyri frá Kela og úr starfstengdumlífeyrissjóði samtímis.

Barnalífeyrir

Stofnanir um starfstengdan lífeyri greiða barnalífeyri til barna undir 18 ára aldri. Upphæðin ræðst af þeim starfstengdu lífeyrisréttindum sem látinn forráðamaður barnsins aflaði sér. Kela greiðir grunnfjárhæð og viðbótarfjárhæð barnalífeyris einstaklingum yngri en 18 ára.

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna