Dagvistun barna á Grænlandi

Children in Nuuk
Photographer
Mads Schmidt Rasmussen / norden.org
Hér er að finna upplýsingar um dagvistun barna á Grænlandi.

Á Grænlandi eru dagvistunarúrræði aðallega á vegum sveitarfélaganna. Þess vegna þarf að hafa samband við það sveitarfélag sem á við til að fá frekari upplýsingar um dagvistunarúrræði, skráningu barnsins og greiðslu.

Dagvistunarúrræði

Á Grænlandi er hægt að fá dagvistun fyrir börn undir grunnskólaaldri. Úrræðin eru ýmiss konar:

  • Vöggustofur fyrir börn 0–2 ára
  • Dagforeldrar fyrir börn 0–6 ára
  • Leikskólar (opinberir og einkareknir) fyrir börn 3–6 ára
  • Leikstofur fyrir börn 0–6 ára
  • Daggæslumiðstöðvar í byggðarlögum fyrir börn 0–6 ára

Framboð á úrræðum sem þér standa til boða ræðst af aldri barnsins og búsetustað þínum. Ekki eru öll úrræðin í boði í öllum bæjum og byggðarlögum. Nánari upplýsingar má finna hjá borgaraþjónustunni (Sullissivik) eða hjá þeirri borgaraþjónustuskrifstofu eða byggðarlagsskrifstofu sem við á.

Skráning og uppsögn dagvistunarúrræða

Ef skrá á barn í dagvistun eða á biðlista til þess að fá dagvistunarpláss er hægt að gera það á vef borgaraþjónustunnar eða hjá þeirri borgaraþjónustuskrifstofu eða byggðarlagsskrifstofu sem við á. Hið sama á við ef segja á upp dagvistunarplássi.

Í sumum tilvikum er hægt að skrá barnið áður en flutt er til Grænlands. Það er mismunandi eftir sveitarfélögum hversu snemma er hægt að skrá börn. Þær reglur sem gilda á hverjum stað eru aðgengilegar hjá Sullissivik (borgaraþjónustunni).

Foreldrar geta óskað eftir ákveðnu dagvistunarúrræði fyrir barnið, og tilteknum tíma sem vistun skuli hefjast á. Þó er ekki víst að hægt verði að mæta þeirri beiðni. Verði þér boðið vistunarúrræði hjá annarri stofnun en þeirri sem þú óskaðir eftir er í sumum tilfellum hægt að sækja um að skipta við einhvern.

Þegar barn hefur fengið pláss á vöggustofu eða í dagvistun verður því sjálfkrafa boðið leikskólapláss þegar barnið er orðið nógu gamalt til þess að byrja í leikskóla. Athugið að það getur verið biðtími eftir dagvistunarplássi.

Sé barn nú þegar með pláss á vöggustofu eða í dagvistun verður því sjálfkrafa boðið leikskólapláss þegar barnið er orðið nógu gamalt til þess að byrja í leikskóla. Það getur verið biðtími eftir bæði vöggustofu og leikskólaplássi. Í sumum byggðarlögum getur verið biðtíminn verið allt að ár.

Til viðbótar við stofnanir sveitarfélaganna eru einkarekin dagvistunarúrræði í Nuuk. Það getur verið góð hugmynd að skrá börn á biðlista fyrir bæði almenn og einkarekin dagvistunarúrræði, þar sem langur biðtími er á báðum listum.

Hægt er að skrá barn á lista fyrir einkarekin úrræði um leið og hugað er að flutningum til Grænlands. Ítarlegri upplýsingar eru á heimasíðum stofnananna.

Dagforeldrar

Verði dagforeldri fyrir valinu er barnið í daglegri umsjón dagforeldris á heimili þess. Dagforeldri hefur umsjón með allt að fjórum börnum (í einstaka tilfellum fimm) á aldrinum 0–6 ára. Dagforeldrar eru liður í dagvistunarúrræðum sveitarfélaga, rétt eins og vöggustofur og leikskólar. Dagforeldrið á þess vegna að fylgja þeim kröfum og reglum sem gilda innan stofnananna.

Gjaldskrá

Það er sveitarfélagið sem ákveður kostnað við dagvistunarúrræði barna. Upphæðin ræðst að hluta af tekjum fjölskyldunnar og að hluta af fjölda þeirra barna í fjölskyldunni sem eru skráð hjá stofnunum innan sveitarfélagsins.

Ef forsendur fjölskyldunnar breytast, til dæmis við skilnað, nýtt starf eða nám, breytist kostnaður við dagvistunarúrræði barnsins einnig. Þér er skylt að hafa samband við sveitarfélagið ef breytingar verða á högum þínum.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna