Barnsmeðlag og barnabótaauki í Finnlandi

Elatusapu ja -tuki Suomessa
Hér er sagt frá barnsmeðlagi og barnabótaauka í Finnlandi.

Þegar barnsmeðlag er greitt á milli landa ákvarða gildandi reglur í búsetulandi barnsins hvernig greiðslum er háttað.

Börn eiga rétt á framfærslu foreldra til átján ára aldurs. Foreldrar bera áfram kostnað af menntun barna sinna eftir átján ára aldur, innan skynsamlegra marka. 

Hægt er að staðfesta barnsmeðlag að því gefnu að foreldri geti ekki sinnt þörfum barnsins öðruvísi, ef barnið hefur ekki fasta búsetu hjá foreldrum eða ef barnið býr til skiptis hjá foreldrum eða öðrum forráðamanni. Upphæð og greiðslufyrirkomulag meðlags er staðfest með samningi eða fyrir dómi.

Barnabótaauka er ætlað að tryggja barni örugga framfærslu í þeim tilvikum sem það er ekki á framfæri beggja foreldra sinna. Réttur á barnabótaauka er til staðar ef framfærsluskyldur aðili hefur vanrækt að greiða meðlag. Réttur á barnabótaauka myndast einnig ef meðlagsskylda hefur ekki verið staðfest vegna skorts á greiðslugetu eða þegar upphæð meðlags hefur verið lækkuð vegna skertrar greiðslugetu hins framfærsluskylda aðila. Finnska almannatryggingastofnunin sér um greiðslu barnabótaauka.

Úborgun barnabótaauka á vegum almannatryggingastofnunar er háð því að barnið hafi fasta búsetu í Finnlandi. Barnabótaauka er einnig hægt að fá ef foreldri er starfsmaður Evrópusambandsins með starfsstöð í Finnlandi og býr þar ásamt barni sínu (sjá reglugerð ESB nr. 492/2011)

Hvað er barnabótaauki?

Hver borgar og hverjum?

Finnska almannatryggingastofnunin (Kansaneläkelaitos) greiðir barnabótaaukann foreldri barns eða öðrum umönnunaraðila. Barnabótaauka er einnig hægt að greiða barninu milliliðalaust, hafi það náð 15 ára aldri.

Hvernig er gengið frá samningi um barnabótaauka?

Almannatryggingastofnun tekur umsókn til meðferðar og metur hvort umsækjandi eigi rétt á barnabótaauka. Barnabótaauka þarf að staðfesta annað hvort með sérstökum samningi eða dómsúrskurði. Ef sóttt er um barnabótaauka vegna vanrækslu á meðlagsgreiðslum er líka leitað samráðs við hið framfærsluskylda foreldri. Hægt er að gera undantekningu á þeirri reglu og veita barnabótaauka án slíks samráðs ef ekki er vitað hvar hið framfærsluskylda foreldri er niðurkomið.

Hvað er upphæðin há?

Barnabótaauki er ýmist greiddur að fullu eða að hluta. Fullur barnabótaauki nemur 167,01 evrum á mánuði.

Barnabótaauki er greiddur að fullu ef staðfest hefur verið að hinn meðlagsskyldi skuli greiða að minnsta kosti fullt meðlag, en hafi ekki greitt það.

Ef ákveðið hefur verið að hinn meðlagsskyldi greiði skert barnsmeðlag vegna fjárhagsstöðu sinnar greiðir hið opinbera þá upphæð sem munar á greiddum barnabótum og fullum barnabótaauka.

Sé barnabótaauki greiddur á grundvelli vangoldins meðlags og sé staðfest meðlag lægra en fullur barnabótaauki af öðrum ástæðum en skertri greiðslugetu hins meðlagsskylda er aðeins greidd sú upphæð sem nemur staðfestu meðlagi.

Hafi faðerni barns sem fæðist utan hjónabands ekki verið staðfest og barnið á því ekki tvo framfærsluskylda foreldra, ef ættleiðingarforeldri hefur ættleitt barn upp á eigin spýtur eða ef ekki var unnt að staðfesta meðlag á sama tíma og foreldra barnsins, er barnabótaauki greiddur að fullu.

Hve lengi er barnabótaauki greiddur?

Barnabótaauki er greiddur í lengsta lagi fram að átján ára afmæli barnsins. Greiðslutímabili getur þó lokið fyrir þann tíma ef bótaþegi er ekki lengur framfærsluaðili barns eða skilyrði fyrir bótunum teljast ekki uppfyllt að öðru leyti.

Barnabótaauki til fullorðins einstaklings sem býr með barni

Hvernig er sótt um barnabótaauka?

Sótt er skriflega um barnabótaauka frá almannatryggingastofnun. Umsókn þarf að fylgja meðlagssamningur eða dómsúrskurður. Hafir þú ættleitt barn upp á eigin spýtur eða átt barn utan hjónabands sem eki hefur verið feðrað er ekki þörf á meðlagssamningi eða dómsúrskurði.

Ef hitt foreldrið býr í öðru norrænu landi

Búi barn með foreldri sínu í Finnlandi en hitt foreldrið í öðru norrænu landi er greiðsla barnabótaauka samkvæmt finnskum lögum.

Ef hitt foreldrið býr utan Norðurlanda

Sé skilyrðum til greiðslu barnabótaauka að öðru leyti fullnægt er hægt að greiða barnabótaauka þó að meðlagsskylt foreldri búi ekki í Finnlandi. Eigi barn tvö framfærsluskyld foreldri þarf meðlagssamningur eða dómsúrskurður að fylgja umsókn um barnabótaauka.

Ef meðlagsskylt foreldri í öðru landi greiðir ekki staðfest meðlag getur finnska almannatryggingastofnunin greitt barnabótaauka og rukkað foreldrið sem býr erlendis,

Fáir þú ekki barnabótaauka frá finnsku almannatryggingastofnuninni er ekki hægt að innheimta vangoldið meðlag frá öðru landi. Í þeirri stöðu þarft þú að hafa samband við viðeigandi stjórnvald í þínu búsetulandi. Í Finnlandi er dómsmálaráðuneytið stjórnvald í þessum málaflokki.

Ef þú flytur til annars norræns lands

Til að fá greiddan barnabótaauka í Finnlandi þarf barnið sem um ræðir að hafa fasta búsetu í landinu.

Barnabótaauka er hægt að greiða tímabundið, í lengsta lagi sex mánuði, ef barnið dvelur tímabundið erlendis en telst þó hafa fasta búsetu í Finnlandi.

Vari dvölin erlendis lengur en í sex mánuði lýkur rétti til barnabótaauka þegar flutt er frá Finnlandi.

Ef hitt foreldrið flytur til annars norræns lands

Meðlagsskyldu foreldri ber skylda til að greiða meðlagið óháð búsetulandi barnsins. Það þýðir að meðlagsskyldu lýkur ekki þó að barnið og hið meðlagsskylda foreldri búi í mismunandi löndum.

Ef hitt foreldrið borgar ekki

Greiði meðlagsskylt foreldri ekki staðfest meðlag getur þú fengið barnabótaauka frá finnsku almannatryggingastofnuninni. Foreldrar þurfa að hafa meðlagssamning, staðfestan af félagsþjónustuyfirvöldum í sveitarfélaginu, eða dómskúrskurð um meðlagsgreiðslu.

Barnabótaauka er einnig mögulegt að fá út á úrskurð, samning eða annað plagg frá öðru landi. Þegar barnabótaauki er veittur er litið svo á að meðlagsskjal frá öðru landi jafngildi finnskum meðlagssamningi eða dómsúrskurði ef unnt er að framfylgja ákvæðum hins erlenda skjals annað hvort í Finnlandi eða búsetulandi hins meðlagsskylda.

Sé foreldri veittur barnabótaauki á grundvelli vangoldins meðlags rukkar finnska almannatryggingastofnunin hinn meðlagsskylda um endurgreiðslu á öllu vangoldnu meðlagi svo og um mánaðarlegar meðlagsgreiðslur þaðan í frá.

Að áfrýja úrskurði

Teljir þú úrskurð um barnabótaauka vera ranglátan getur þú sótt um endurmat hjá úrskurðarnefnd/ almannatryggingamála. Úrskurði úrskurðarnefndarinnar er hægt að áfrýja til tryggingadómstóls, sem er æðsta áfrýjunarstig slíkra mála.

Meðlag til foreldra sem búa ekki með barninu

Ef hitt foreldrið býr í öðru norrænu landi

Barnabótaauki frá finnsku almannatryggingastofnuninni er aðeins greiddur ef barnið hefur fasta búsetu í Finnlandi.

Meðlagsskylt foreldri þarf þó ávallt að greiða meðlagið óháð búsetulandi barnsins. Það þýðir að meðlagsskylda fellur ekki úr gildi þó að barnið og hinn meðlagsskyldi búi í mismunandi löndum.

Það foreldri sem býr með barninu getur sótt um barnabótaauka samkvæmt reglum heimalands síns ef þörf er á.

Ef hitt foreldrið býr utan Norðurlanda

Úborgun barnabótaauka á vegum almannatryggingastofnunar er háð því að barnið hafi fasta búsetu í Finnlandi.

Meðlagsskylt foreldri þarf þó ávallt að greiða meðlagið óháð búsetulandi barnsins. Það þýðir að meðlagsskylda fellur ekki úr gildi þó að barnið og hinn meðlagsskyldi búi í mismunandi löndum.

Það foreldri sem býr með barninu getur sótt um barnabótaauka samkvæmt reglum heimalands síns ef þörf er á.

Ef þú flytur til annars norræns lands

Flutningar meðlagsskylds foreldris til annars noræns lands hafa ekki áhrif á greiðslu barnabótaauka í Finnlandi, að því gefnu að barnið hafi þar enn fasta búsetu.

Barn á rétt á framfærslu frá báðum foreldrum sínum, þsem ýðir að meðlagsskylda fellur ekki úr gildi þó að hinn meðlagsskyldi flytji til annars norræns lands.

Meðlagsskuldir í Finnlandi eru einnig innheimtar frá meðlagsskyldum íbúum í öðrum löndum

Ef hitt foreldrið flytur til annars norræns lands

Ef barn og foreldri sem þiggur barnabótaauka flytja til annars norræns lands og dvelja þar lengur en í sex mánuði á foreldrið ekki lengur rétt á barnabótaauka frá Finnlandi. Meðlagsskylda fellur þó ekki úr gildi.

Ekki er heldur hætt að innheimta ógreitt meðlag þó að barnabótaauki sé ekki lengur greiddur. Það þýðir að jafnvel þótt barnabótaauki sé ekki lengur greiddur foreldri sem flytur frá Finnlandi þarf hið meðlagsskylda foreldri áfram að borga almannatryggingastofnun allar útistandandi meðlagsskuldir.

Ef þú getur ekki borgað

Ef þú greiðir ekki staðfest barnameðlag getur almannatryggingastofnun greitt barnabótaauka til að tryggja framfærslu barnsins. Sé barnabótaauki veittur rukkar finnska almannatryggingastofnunin þig um endurgreiðslu á öllu vangoldnu meðlagi svo og mánaðarlegar meðlagsgreiðslur þaðan í frá.

Getir þú ekki greitt meðlagsskuld þína í einu lagi getur þú samið við innheimtudeild almannatryggingastofnunar um greiðsluáætlun eða sótt um undanþágu frá greiðslu meðlags. Ef þú hefur hvorki samband við innheimtudeildina né greiðir skuld þína fer skuldin í innheimtu. Takist ekki að innheimta meðlagsskuld milli landa reynir almannatryggingastofnun að innheimta skuldirnar gegnum dómstóla í viðkomandi landi.

Skattfrádráttur

Í Finnlandi er hægt að fá skattfrádrátt vegna meðlagsskyldu ef þú greiðir meðlag með barni þínu. Meðlagssamningur eða dómsúrskurður þarf að liggja fyrir. Finnsk skattyfirvöld (Verohallinto) veita nánari upplýsingar um skattamál í Finnlandi.

Að áfrýja úrskurði

Meðlagsskyldur aðili getur einnig áfrýjað ákvörðun um barnabótaauka. Teljir þú úrskurð vera ranglátan getur þú sótt um endurmat hjá úrskurðarnefnd almannatryggingamála. Úrskurði úrskurðarnefndarinnar er hægt að áfrýja til tryggingadómstóls, sem er æðsta áfrýjunarstig slíkra mála.

Hvar fæ ég svör við spurningum?

  • Almannatryggingastofnun (Kansaneläkelaitos)
  • Finnska dómsmálaráðuneytið
  • Finnsk skattyfirvöld (Verohallinto)
Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna