Bifreið í Svíþjóð

Bil i Sverige
Hér er að finna upplýsingar um reglur sem gilda fyrir fólk sem hyggst taka með sér bifreið þegar það flytur til Svíþjóðar.

Meginreglan er sú að bifreið á að vera skráð í búsetulandi eiganda. Ef eigandi bifreiðarinnar flytur til í Svíþjóðar á bifreiðin að vera skráð þar.

Þegar flutt er með bifreið til Svíþjóðar má að hámarki nota bifreiðina eina viku eftir að komið er til landsins. Þessa viku verður bifreiðin að vera tryggð.

Öll ökutæki sem flutt eru til Svíþjóðar og notuð þar, verður að upprunaskoða áður en þau eru skráð. Sótt er um upprunaskoðun á bifreiðum hjá bifreiðaeftirlitinu, Transportstyrelsen. Þegar upprunaskoðun hefur verið gerð og samþykkt, skal hafa samband við bifreiðaskoðunina til að fá skráningarskoðun.

Notkun bifreiðar sem skráð er í Svíþjóð í öðru norrænu ríki

Reglur ríkis sem flutt er til segja til um hversu lengi má aka bifreið sem er skráð í Svíþjóð í viðkomandi landi.

Danmörk

Reglur um skráningu bifreiða í Danmörku eru mismunandi og fara eftir því hvort viðkomandi ferðast yfir sundið til vinnu, dvelur tímabundið í Danmörku eða hefur fasta búsetu í landinu. Skýr takmörk eru fyrir því hve mikið, og með hvaða skilyrðum, má nota bifreið sem skráð er í Svíþjóð í Danmörku, ef eigandinn er með lögheimili í Danmörku. Sérstakt samþykki danskra skattayfirvalda þarf til að mega nota bifreiðina í Danmörku.

Á eyðublaði skattayfirvalda (blanket 21059) er hægt að sækja um leyfi til að aka bifreið frá landamærum að dönsku lögheimili. Sé bifreið sem er skráð í Svíþjóð ekið í Danmörku án þessa leyfis má eiga von á sekt.

Hafa skal samband við skattayfirvöld og biðja um skráningardeild ökutækja (Centralregisteret for motorkøretøjer) til að fá frekari upplýsingar um reglur varðandi notkun ökutækja sem skráð eru erlendis í Danmörku.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna