Dánarbætur á Álandseyjum
Ef náið skyldmenni þitt deyr færð þú fjárhagslegan stuðning í formi dánarbóta. Dánarbótunum er ætlað að veita fjárhagslegt öryggi með því að koma í stað hluta þess framfærslukostnaðar sem hinn látni stóð áður straum af.
Þar sem reglurnar eru þær sömu og í Finnlandi má lesa um þetta á síðu Info Norden um dánarbætur fyrir fjölskyldumeðilmi í Finnlandi
Hverjir eiga rétt á dánarbótum?
Allar upplýsingar um þetta eru gefnar á síðum FPA, þar á meðal um hvernig sótt er um dánarbætur og upphæðir þeirra.
Dánarbætur milli landa
Ef hinn látni starfaði í öðru landi innan ESB eða EES, í Sviss eða landi sem Finnland hefur gert samning við um almannatryggingar gæti ekkjan eða ekkillinn og börn átt rétt á dánarbótum frá því landi. Ef hinn látni var tryggður í almannatryggingakerfinu í Finnlandi getur eftirlifandi maki eða makar og börn fengið greiddar dánarbætur jafnvel þótt þau séu búsett í öðru landi.
Dánarbætur á Norðurlöndum
Hér má lesa um dánarbætur á Norðurlöndum
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.