Lífeyriskerfið í Danmörku

Det danske pensionssystem
Hér má finna upplýsingar um mismunandi lífeyri í Danmörku.

Í Danmörku er greiddur margs konar lífeyrir. Á þessari síðu er að finna yfirlit yfir ólíkar gerðir lífeyris. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum borger.dk.

Lögbundinn lífeyrir og greiðslur

Þú getur lesið nánar um danskan ellilífeyri (alderspension), lífeyri fyrir eldri borgara (seniorpension) og fyrirframlífeyri (førtidspension) á vefsíðum Info Norden.

Lífeyrir til æviloka, ATP

Lífeyrir til æviloka, ATP Livslang Pension, er lögbundið lífeyriskerfi sem nærri allir greiða til. Lífeyririnn er greiddur út sjálfkrafa þegar lífeyrisaldri er náð.

Við andlát geta maki eða börn fengið greidda ákveðna upphæð frá ATP.

Nánari upplýsingar eru á vefnum borger.dk.

Lögbundinn lífeyrir

Ef þú færð greiðslur frá hinu opinbera, svo sem atvinnuleysisdagpeninga, fæðingarorlofsgreiðslur, eftirlaun, sveigjanlegan lífeyri, fyrirframlífeyri, fjárhagsaðstoð, lífeyri fyrir eldri borgara eða sjúkradagpeninga greiðir ríkið fyrir þig í lífeyrissjóð.

Sjá má allan listann yfir greiðslur og lesa nánar um lögbundinn lífeyri á borger.dk.

Eftirlaun

Eftirlaun (efterløn) er kerfi sem gerir fólki kleift að hætta að vinna fimm árum áður en lífeyrisaldri er náð. Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til þess að eiga rétt á eftirlaunum. Fæðingarár sker úr um hvaða skilyrði eiga við um hvern og einn.

Meðal skilyrða til þess að eiga rétt á eftirlaunum þegar eftirlaunaaldri er náð er að hafa verið aðili að atvinnuleysistryggingasjóði (a-kasse), hafa greitt eftirlaunaframlag í 30 ár og hafið þær greiðslur í síðasta lagi á 30 ára afmælisdegi sínum.

Nánari upplýsingar á vefslóðinni borger.dk.

Vinnumarkaðslífeyrir og einstaklingsbundinn lífeyrir

Vinnumarkaðslífeyrir er samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins í kjarasamningum sem byggja á samningssviðum. Upplýsinga um lífeyrissamninga á vinnustað skal leita hjá atvinnurekanda.

Einstaklingsbundinn lífeyrir er sparnaður sem einstaklingur stofnar sjálfur til hjá fjármálastofnun eða lífeyrissjóði og er ótengdur atvinnurekanda.

Flestar danskar fjármálastofnanir og lífeyrissjóðir eru skráðir á upplýsingasíðu um lífeyri, Pensionsinfo. Þar getur hver og einn fundið yfirlit yfir lífeyrisstöðu sína. Til þess þarf að hafa rafræn dönsk skilríki, NemID.

Ef spurningar vakna um lífeyrisstöðu skal hafa samband við lífeyrissjóð viðkomandi eða fjármálafyrirtæki.

Nánari upplýsingar á vefslóðinni borger.dk.

Ef þú ert sjálfstætt starfandi

Sjálfstætt starfandi einstaklingar ávinna sér rétt til ellilífeyris eins og allir aðrir, þeir hafa ekki vinnumarkaðslífeyri en geta valið hvort þeir vilja borga í ATP, lífeyri til æviloka.

Nánari upplýsingar á vefslóðinni borger.dk.

Nánari upplýsingar

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna