Einkunnagjöf í Finnlandi

Notast er við mismunandi einkunnaskala í finnskum grunnskólum, framhaldsskólum, iðnskólum, háskólum og iðnháskólum.
Í finnskum grunn- og framhaldsskólum er notaður einkunnaskali frá 4 til 10 og tákna einkunnirnar 5–10 að nemandi hafi staðist, en 4 táknar fall.
Um finnskt stúdentspróf eru notaðar einkunnirnar A, B, C, M, E, L og I. Prófi er náð með A–L en I táknar fall.
Í finnskum iðnskólum á framhaldsstigi er notast við þriggja þrepa skala á bilinu 1–3.
Að umreikna erlendar einkunnir í finnskar
Sé sótt um nám í Finnlandi þar sem erlend prófgráða liggur til grundvallar inntöku er ekki nauðsynlegt að umreikna einkunnir úr fyrra námi, heldur nægir að framvísa prófskírteini. Nemendur eru síðan valdir með inntökuprófum eða af matsaðilum hjá viðkomandi skóla.
Að umreikna finnskar einkunnir í erlendar
Sé sótt um nám í öðru norrænu landi þar sem finnsk prófgráða liggur til grundvallar inntöku er ekki nauðsynlegt að umreikna einkunnir úr fyrra námi.
Notast er við mismunandi einkunnaskala í norrænu löndunum.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.