Einkunnaþrep í sænsku menntakerfi

Flere rækker med borde
Photographer
Akshay Chauhan / Unsplash
Hér eru gefnar upplýsingar um einkunnagjöf í Svíþjóð og hvernig einkunnir fyrir menntun í öðrum norrænum löndum eru umreiknaðar yfir í sænskar einkunnir.

Einkunnir á grunn- og framhaldsskólastigum

Í Svíþjóð gefa kennarar einkunnir út frá kunnáttu nemenda miðað við námskröfur í lok annar og að þegar námsgrein er lokið.

Einkunnir á grunn- og framhaldsskólastigum í Svíþjóð

Einkunnaþrepin í grunn- og framhaldsskólum eru sex, A–F. A-E eru fimm efstu einkunnirnar og eru þær gefnar fyrir fullnægjandi námsárangur en F er falleinkunn.

Í sænskum framhaldsskólum eru aðeins fimm einkunnaþrep sem gefin eru fyrir fullnægjandi námsárangur, A–E.

Einkunnirnar er hægt að umreikna yfir í tölustafi. Einkunnin E samsvarar tölunni 10 og 2,5 er bætt við hverja einkunn hærri henni. Hæsta gildi einkunnar er 20. F er gefið fyrir ófullnægjandi árangur og gildi F er 0.

  • A – 20
  • B – 17,5
  • C – 15
  • D – 12,5
  • E – 10
  • F – 0

Grunnskólanemendur fá fyrst einkunnir í lok haustannar 6. bekkjar og þar á eftir á hverri önn til vorannar 9. bekkjar, þegar lokaeinkunnir eru gefnar. Nemendur sækja um framhaldsskóla með lokaeinkunninni.

Í framhaldsskóla fá nemendur einkunnir fyrir hverja lokna námsgrein og fyrir framhaldsskólaverkefni („gymnasiearbete“). Framhaldsskólaverkefnið er verkefni sem gefur 100 framhaldsskólapunkta. Nemendur fá svo prófskírteini við ef þeir standast prófin, en annars er gefið út námsvottorð.

Nánari upplýsingar um reglur sem gilda um sænsku einkunnaþrepin er að finna á vefsíðu Skolverket.

Einkunnir á háskólastigi í Svíþjóð

Einkunnakvarðar fyrir háskólamenntun í Svíþjóð eru breytilegir þar sem háskólarnir ákveða sjálfir hvaða einkunnakerfi þeir nota. Algengasti einkunnakvarðinn er þriggja þrepa kvarðinn: góð einkunn („väl godkänt“), staðist („godkänt“) og ekki staðist („underkänt“). Fleiri kvarðar eru þó til og menntastofnanir geta valið að nota mismunandi einkunnakerfi.

Evrópusambandið hefur hannað námseiningakerfið ECTS, European Credit Transfer System til að auðvelda samanburð á einkunnum frá ólíkum löndum. Sumar sænskir háskólar hafa innleitt sjöþrepakerfi svipað því sem notað er í ECTS-námseiningakerfinu.

Fáðu upplýsingar um einkunnakerfin sem notuð eru hjá þeirri menntastofnun þar sem þú hyggst stunda nám.

Erlendar einkunnir umreiknaðar yfir í sænskar

Á vefsíðu Universitets- och hHgskolarådet, UHR, er að finna upplýsingar um mat á erlendri menntun.

Auk þess er hægt að umreikna einkunnir frá öðru norrænu landi yfir í sænskar einkunnir á vefsíðunni Antagning.se.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna